Frækorn - 01.10.1901, Síða 1

Frækorn - 01.10.1901, Síða 1
H ö n g u n . \inmeski faðir, mig langar að lifa lífsslundir mínar i eining við Jiig. Heilagt þitt lögmál í hjarta mitt skrifa heimslega spekin svo villt geti’ ei mig. Trúna, þá veiku, sem ber eg í brjósti, blessi og ávaxti krafturinn þinn; sorgþrungið sporið — í sárköldum gjósti, sérhvert þá stefnir í himininn inn. Jón Jónsson. ©eislar frá f)inu spámannlcga orði, III. Daníels bók. [Framh. fr& 8. tbl,] Tíminn, sem petta antikristilega vald skyldi kúga hina heilögu hins hæsta og reyna að umbreyta tímum og lögum, er til tekinn í þessum orð- um: „Og þeir munu honum í hend- ur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð“. Orðið iddan, sem hér er þýtt „tíð“, þýðir samkv. orða- bók Geseniusar einnig ár, og í hinni norsku biblíuþýðingu er þessari skýringu bætt við Dan. 7, 25: þ. e. Beitt ár, tvö ár og hálft ár“. í spádómunum er tíminn vanalega til tekinn á þann hátt, að dagur táknn- ar ár. Sbr. Esek. 4, 5. 6. Þegar vér þá munum eftir þvi, að Gyðingar til forna reiknuðu 360 daga í árinu, verð- ur dagatal þessa tímatals 1260 (1 ár — 360 dagar -f 2 ár = 720 dagar - j- x/2 ár=180dagar = 1260) eða svo mörg ár, ef fylgt er skýringunni í Esek. 4, 5. 6, sem áður er nefnd. Lítum vér nú til sögunnar þá er það einkar-merkilegt, hvemig þetta hefur komið fram. Árið 538 e. Kr. veitti rómverski keisai'inn Jústinianus biskupnum í Rómaborg vald til að ríkja sem höf- uðsmaður kristninnar og ofsækja “ villutrúarmenn “. Ef vór nú reiknum 1260 ár frá 538, þá komum vér til ársins 1798, og það ár hnekktist hið veraldlega vald páfans, þegar hinn frakkneski hers- höfðingi Alexander Berthier tók páf- ann til fanga og lýsti Róm þjóðveldi (15. febr. 1798). Páfinn (Píus VI), sem var áttræður og sjúkur, bað nm að mega þó deyja í Róm, en honum var neitað um það, og hann færður til Siena, Florentz og loks til Val- encia; þar dó hann 20. ág. 1799. Að vísu var nýr páfi settur í em-

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.