Frækorn - 01.10.1901, Qupperneq 5

Frækorn - 01.10.1901, Qupperneq 5
F R Æ K 0 R N. 149 sérlega mikið á gáfum hjá honum; í skólanum var hann ekki iðnari en almennt gjörist, og sýndi heldur ekkí neinn sérstakan bókiegan áhuga. Hann lærði hermennsku og varð herforingi. Pví næst var hann í þrjú ár við háskólann í Kasan og las lög- fræði. Þegar hann var myndugur, hætti hann að iæra og tók við hinum mikla fasteignararfi, lifði eins og rúss- neskir stórmenn eru vanir, í svakki og svalli, og lét þræla sína þjóna und- ir sig. Þannig liðu mörg ár. Arið 1851 fór hann með bróður sínum til Kaukasus og tókst herþjón- ustu á hendur Hér reit hann hinar fyrstu bækur sínar, „Kósakkarnir" og „Æska og unglingsár". „Eg byrjaði að rita bækar að eins til þess að ávinna mér peninga og hrós“, reit hann sjálfur í „Skrifta- máli“ sínu, „og eg ritaði eins og eg lifði“. „Eg náði tilgangi mínum, eg fékk lof og ávann mér peninga". Hann var með í Krim-stríðinu, en fór að leiðast hermennskan og hætti við hana; fórheim til ættstöðva sinna í Tula; þar byrjaði hann aftur að rita. Árið 1872 giftist hann Sophiu Behrs, dóttur þýzks Gyðings, sem hafði tekið hina grísk-kaþólsku trú. Hjónaband þetta vakti mikið hneyksli meðal ættingja Tolstoys, en hefur samt verið farsælt. Kona hans met- ur hann míkils og setur sig aldrei á móti skoðunum hans. Þær skáldsögur, sem Tolstoy ritaði á hinum fyrstu hjónabandsárum sínum, gjörðu hann stórfrægan; hann græddi einnig stórfé á þeim, og það lagði hann í jarðeignir. Þegar börnin uxu upp, vildi frú Tolstoy flytja til Moskow vegna manntunar barnanna, en Tolstoy var það móti skapi; en lét þó tilleiðast. Pegar á herþjónustuárum sínum byrjaði hjá honum sú mikla andlega breyting, sem seinna meir hefur haft svo afarmikla þýðingu fyrir líf hans. Hann átti allt, sem maður getur ósk- að sér, var hraustur og heilsugóður, var auðugur að fé, átti hús og heim- ili, skemmtileg börn, konu, sem hann elskaði, og þess utan viðurkenndur sem skáld um allan hinn tnenntaða heim. En samt var hann ekki sæll með sjálfum sér. Og hvernig stóð á því? Hann var íarinn að hugsa um líf sitt, og því meira sem hann hugsaði um það, því aumara og gagnslausara virtist honum líf sitt vera. Til hvers lifði hann? Hvaða mark og mið setti hann sér? og hvert mundi það leiða? Hann byrjaði að efast um kenn- ingar heimspekinganna og vísinda- mannanna. Ekki var það víst, að þeir væru vísari en almenningur, þegar alls var gætt. Hann fór að sjá sig um hönd og hugleiða ástand

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.