Frækorn - 26.08.1904, Qupperneq 6
b/ \
-134 FRÆKORN.
am Ekki undir lögmálinu,
heldur
undir náðinni.
Dæmisaara-
'Jiandstjóri nokkur í stórri enskri ny-
lenci’u — maður, sem var mjög auð-
ugur og mjög vel gerður að eolisfari
— fór að skifta sér af ungum manni,
er var glæpamaður; kringumstæður
þessa unga manns höfðu alt frá fæð-
ingu, — ásamt meðfæddum siðferðis-
legum veikleika — gert hann það sem
hann var. Hann var enn þá ekki orð-
inn 25 ára að aldri, en hafði þó drýgt
marga glæpi og þess vegna lifað mik-
inn hluta æfinnar í betrunarhúsinu og
fangelsum. Menn voru farnir að skoða
hann óbetrandi glæpamann. Nú var j
hann einmitt dæmdur til dauða fyrir
hinn síðasta og versta glæp sinn.
Landstjórinn ákvað að greiða lausn-
argjald fyrir líf mannsins og gera hann
að syni sínum, í von um að hann
gæti orðið löghlýðinn borgari. Með
þessari hugsjón í hjarta sínu fer hann
á fund dómara, sem hafði úrskurðað
að hinn ungi maður skyldi láta líf
sitt.„ Dómarinn var maður mjög rétt-
látur og siðavandur; hann og land-
stjórinn voru frá æskuárum góðir vin-
ir; eftirfarandi samræða fór þá fram
milli þeirra:
Landstjórinn: Eg leita til yðar í
tilefni af máli, sem snertir ungan mann,
Jón nokkurn, fæddan í synd, mann,
sem þér nýskeð hafið dæmt til dauða. j
Eg hef ákveðið að borga lausnargjald ;
fyrir líf hans, og taka að mér að bæta
hann með því að gera hann að syni
mínum. Eg hef þekt hann þegar frá }
barnæsku. Hann var fæddur glæpa- j
maður. Foreldrar hans voru glæpa- 5
menn, og alt uppeldi hans hefir stuðl-
að að því að gera hann það, sem hann
er. Það er ætlun mín að kenna hon-
um.betri siði og fá hann til þess að
hætta við siðleysislíf sitt.
Dómarinn: Eg met mikils yðar lofs-
verðu tilfinningar gagnvart þessu unga
illmenni; en eg verð að láta þá sann- í
færingu mína í ljósi, að þér spillið til
einkis bæði auð og samhygð yð-
ar. i^að mun ekki líða hálfur mán-
uður áður en hann hefir drýgt nýjan
glæp. Hann er fæddur til þess að
missa lífið sem fangi.
Landstj.: En eg hef þá trú, að
hann geti bætt ráð sitt; að minsta
kosti er eg staðráðinn í því að láta
hann hafa tækifæri til þess að þekkja
og velja þá blessun, sem leiðir af lög-
hlýðinni breytni.
Dóm.: En, herra landstjóri, glæpir
hans munu taka hann frá yður og
selja hann undir laganna hörðu hönd,
áður en þér fáið tækifæri til þess að
hafa nokkur áhrif á hann. Það er til
einkis að borga lausnargjaldið fyrir
hann nú, af þeirri einföldu ástæðu,
að þeir glæpir, sem hann mun drýgja
munu undir eins færa hann aftur undir
lögin. Það mun verða nauðsynlegt
fyrir yður, ekki aðeins að kaupa hann
frá hans lagabrotum á liðna tímanum,
heldur verðið þér líka — ef þér vilj-
ið bjarga honum — að leysa hann
undan afleiðingum lagabrota á kom-
andi tímum.
Landstj.: Eg hef séð alt þetta fyr-
irfram og hef gert ráðstafanir til þess.
Eg viðurkenni það afdráttarlaust, að
það yrði gagnslaust að kaupa hann
aðeins frá því sem umliðið er; eg
verð líka að gera ráð fyrir lausn frá
komandi lagahegningu. Því hef
eg ákveðið að fá yður allar eignir
mínar ti! geymslu —; það mun verða
nægilegt til þess að leysa hann frá
sérhverri yíirtroðslu, sem hann mun
gera sökum veikleika eða vanþekking-
ar. Á þennan hátt mun eg geta hald-
ið honum frá því að komast undir
lögmálið, og komið honum undir
náðina, þangað til hann hefir fengið
þau réttindi, sem náðin veitir. Með
þessari upphæð, sér til góðs mun það
verða honum ómögulegt að komast
undir lögmálið, enda þótt hann drýgi
glæp. Hann mun ekki verða undir
lögmálinu, heldur undir náðinni. Eg
mun taka upp á mig yfirtroðslur hans,
en náð mín mun verða honum gefin.