Frækorn - 26.08.1904, Síða 7
135
F R ÆKORN.
Það mun þess vegna verða ómögu-
legt að koma honum í fangelsi eða
undir lögmálið, svo lengi sem sú upp-
hæð, er eg af náð hef fengið yður
handa honum, er meiri en yfirtroðsl-
ur hans. Eg ætla að sjá um, að hægt
sé að segja í þessu tilfelli: »þar sem
syndin yfirgnæfði, þar yfirgnæfði náð-
in enn meir.« Þér sjáið, eg set sjálf-
an mig frjálslega undir lögmálið til
þess að frelsa hann frá því að vera
undir lögmálinu.
Dóm.: Ef eg þekti ekki yðar ein-
stöku virðingu fyrir hátign lögmáls-
ins, þá mundi eg skoða þetta, er þér
nú viljið gera, sem uppreistn gagn-
vart lögmálinu eða að minsta kosti
að það mundi kasta vanvirðu á lög-
málið; en þar sem lögin, er nú höf-
um vér, voru búin til og samþykt á
þinginu með yðarfullum vilja, og þér
sjálfur eruð meðlimur þingsins, þá
get eg ekki hugsað mér yðar ein-
kennilegu tilraunir í tilliti til þessa
unga, ógæfusama manns á annan veg
en í fullkomnu samræmi við lögmálið.
Landstj.: Fyrirætlanir minar í til-
Iiti til þessa unga manns verða alls
eigi til þess gerðar að ónýta lögmál-
ið, heldur til þess að staðfesta lög-
málið. Ef eg vildi ónýta lögmálið, þá
myndi eg sannarlega ekki fá yður alt
fé mitt til þess að mæta hinum réttu
kröfum lögmálsins. Ef eg óskaði að
ónýta lögmálið, mundi eg starfa að
því að aftaka lögmálið, eða það, sem
var enn þá auðveldara: sem landstjóri
mundi eg nota vald mitt til þess að
náða hann hve nær sem hann yrði
sannur að glæp, og á þann hátt
spara fé mitt. Einmitt það, að eg fæ
yður fé mitt til umráða, sýnir að lög-
málið er bæði réttlátt og gott. Og
auk þess eru allar ráðstafanir mínar
með tilliti til unga mannsins til þess
gerðar, að hann verði löghlýðinn borg-
ari. Mín ætlan er að gera úr honum
mann, sem réttlætilögmálsinsfullkomn-
ist í. En ti! þess það verði, hlýtur
hann að verða laus við lögmálið, eða
frjáls; að öðrum kosti mun hann,
eins og þér segið, komast undir hegn-
ingu lögmálsins, sem sé dauði, en þá
næði náðin ekki framar til hans.
Dóm.: Eg sé afstöðu yðar og sam-
sinni bæði fyrirætlun og áform yðar;
en það er einn erfiðleiki sem verður
að ryðja úr vegi áður en eg get sam-
sint að verða einn í verki með yður
í þessu yndislega áformi yðar. Hugs-
um okkur, að ungi maðurinn, þegar
hann heyrir það, að þér hafið geymt
handa honum slíkan varanlegan forða
og náð, í stað þess þakklátlega að
viðurkenna yðar miklu gæzku við
sig og færa sér frjálsræðið við lög-
málið í nyt með því að verða að lög-
hlýðnum borgara, — notar sér af því,
að það er ómögulegt að koma
honum undir lögmálið, og heldur á-
fram að brjóta það, einmitt af því að
hann er ekki undir lögmálinu, heldur
undir náðinni — hvað á það aðgera?
Eg get ekki samsint að taka þátt i
slíkum samningi, ef eg með því geti
komið manninum til að nota þetta
frjálsræði sem skykkju rangsleitn-
innar. Eg get ekki miðlað manninum
af þeirri náð, þegar eg sé að hann
einusinni er upplýstur, og hefur smakk-
að yðar himnesku gjöf, frelsi frá lög-
málinu, andakraft til þess að hlýðnast
lögmálinu, með fúsum vilja kýs hið
fyrra líf sem glæpamaður, í stað þess
að verða löghlýðinn borgari. Eg get
ekki tekið þátt í áframhaldi glæpa hans,
með því að gefa honum framvegis
frelsi, þegar hann með yfirlögðu ráði
heldur áfram glæpa lífi sínu.
Landstj.: Eg bið yður sannarlega
heldur ekki um að gera það. Eins
og eg sagði áður, ráðstafanir mínar
með tilliti til mannsins eru ekki í þeim
tilgangi gerðar, að hann verði frelsað-
ur frá lögmálinu til þess að mega brjóta
það heldur að frelsa hann frá lögmál-
inu, til þess að hann geti lært að gœta
þess trálega. Ef hann viljandi brýtur
lögmálið, eftir að hann er kominn til
þekkingar á sannleikanum, eins og þér
sögðuð, þá er ekkert geymt handa
honum af náðinni framar. Eg ætla
honum enga náð til frelsunar, þegar
hann vísvitjandi og með fullum vilja