Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 7

Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 7
FRÆK »Lítið kveður að því«, svaraði aðals- maðurinn. »Jú, víst er svo; eg skil það betur en þér. Hafið þér orðið fyrir ástvina- missir?« spurði læknirinn. »Ekki nú í hin- síðustu þrjú ár«, svaraði aðals- maðurinn. »Hafið þér þá orðið fyrir rýrð á áliti yðar og virðingu, meðal landa yðar?« »Nei, öldungis ekki« Læknirinn stóð hugsi, litla Stund, en sagði síðan: »Eg verð að fá að vita, hvað það er, sem liggur yður svo þungt á hjarta; eg þarf að vita það með ljósri vissu.« Loks svaraði hinn ungi maður: »Faðir minn var trúleys- ingi og einnig afi minnr og eg hefi farið á mis við kristilegt uppeldi; en nú hin síðustu þrjú ár hafa þessi orð ávalt hljómað fyrir eyrum mér: Ei- lífðin, eilífðin, hvar mun eg lenda?« >Nú, jæja«, svaraði læknirinn, »þér hafið leitað hjálpar á skökkum stað, í þessu efni, þar sem eg er.« »Er þá engin von fyrir mig?« spurði hinn ungi maður. »Pegar eg er á gangi á daginn, og þegar eg er í rúmi mínu á nóttunum, hljóma þessi orð sifelt fyr- ir mér: Eilífðin, eilífðin, hvar mun eg lenda? Segið mér, hvort engin von sé fyrir mig?« »Fáið yður sæti«, mælti læknirinn, »og verið rólegur. Fyrir nokkurum ár- um var eg einnig vantrúaður, og kvað svo mjög að því, að eg trúði ekki einu- sinni, að nokkúr guð væri til. Pá kom fyrir mig hið sama, sem þér nú talið um.« Hann tók nú biblíu sína og fletti upp hjá Es. í Ó3. kap., og las þar þessi orð: »Vegna vorra misgjörða var hann særður og fyrir vorra synda sakir lemstraður; hegningin lá á honum, svo vér hefðum frið, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.« Og svo las hann kapítulann allan fyrir hann. Þegar hann hafði lokið við að lesa, sagði hinn ungi maður: »Trúið þér því, án minsta efa, að hann af fúsum vilja hafi stigið niður af himnum og liðið þjáningar og dauða oss til frels- is?« O R N. 167 »Já, eg trúi því,« svaraði læknirinn, »og þetta var einmitt það, sem brá upp fyrir mér Ijósi sannleikans, og eyddi því vantrúar- ogvillu-myrkri, sem eg var staddur í.« Svo veik hann við máli sínu, og fór að tala við hann um Jesú og frelsið í honum, og þá sælu, sem guðs barni er búin, bæði hér og annars heims, og fór um leið frarn á, hvort þeir ættu ekki að krjúpa niður og biðja til drottins. Og gjörðu þeir það. Þegar eg nú var þar 1867, hafði læknirinn í Lundúnum einmitt fengið bréf frá hinum unga aðalsmanni, og gat hann þess í bréfi sínu, að spurn- ingin um, hvar hann yrði í eilífðinni,. væri leidd til lykta, og stæði hún sér ekki framar fyrir hugskotssjónum. Kæru vinir, spurningin um eilífðina og hvar dvalarstaður vor þá verður, þrengir sér inn hjá sérhverjum af oss. Vér dveljum aðeins stutta stund á jörð- unni. Lífið leikur á veikum þræði, sem brátt getur slitnað. Petta er, ef til vill hin síðasta prédikun, sem eg hef tæki- færi að halda, og að eg í nótt stigi inn í eilífðina. Segið fyrir guðs náð, að þér viljið lifa eilíflega á himnum. J. J. þýddi. Krossinn Vitringur nokkur var eitt sinn að útskýra fyrir barni þýðingu krossins með tveim tréspítum, annari lengri, en hinni styttri. »Sjáðu nú til, barnið mitt«, sagði vitringurinn. »Þessi lengri spíta er guðs vilji, og hin styttri þinn vilji. Leggir þú nú þinn vilja í sömu átt eins og guðs vilja, verður það enginn kross, en ef þú aftur á móti leggur vilja þinn þvert yfir guðs vilja, verður það kross.«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.