Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 10
170
f RÆKORK'.
vísindalegum fræðiritum. Honum er
það t. d. að þakka, að villukenning
brennivínsmanna um, að brennivínið
auki þrek og starfsþol, er eins vel
hrakin vísindalega og hún er. Hann
rannsakaði þetta atriði út í yztu æsar,
og sló því föstu, að öll áfengisnautn
veiki iífskraftana, og að hitinn, sem
áfengið orsakar, sé afleiðing af því, að
hjartað hjá þeim, sem áfengis neytir,
verður að starfa um megn.
Richardson var um tíma formaður
bindindisfélags brezkra lækna (The
British Medical Temperance Socitey).
Rit hans hafa verið þýdd á mjög
mörg tungumál. Alit hans sem
læknisfræðings var svo mikið, að fá
dæmi eru til slíks. 1856 fékk hann
Astley-Cooper-verðlaunin, 300 guineas
(5,700 kr.) fyrir ritgjörð um blóðið.
1868 fékk hann önnur verðlaun, 1000
guineas (19,000 kr.) sem viðurkenning
fyrir ýms störf í vísindum og læknis-
fræði. Helztu rit hans um áfengis-
mál eru þessi:
Alcohoþits Action and its Use (1869),
Cantor Lectures on Alcohol (1876).
Moderate Drinking (1879).
Richardson dó árið 1896.
Ferðapistlar
Eftir D. Östland.
Frh.
Einkennilegt minnismerki sá eg við
eina götuna, sem eg gekk um í Witt-
enberg; það var í fallegum lundi, að
eg varð var við járnplötu fyrir framan
stóra eik, og á plötunni las eg:
»2)oktor Martin lúfher brendi á
þessum stað 10. desember 1520 hið páfa-
lega bannfæringarbréf«
Hvað liggur á milli áranna 1517, þá
greinarnar voru festar upp, og þessa
árs? spurði eg sjálfan mig og leitað-
ist við að gera grein fyrir því,? sem eg,
gat bezt:
Páfinn hafði stefnt Lúther að mæta
í Róm; þessari ákvörðun fékk Friðrik
hinn vísi breytt þannig, að Cajetan
kardináli, umboðsmaður páfa, mætti
yfirheyra og dæma Lúther. Lúther
fór fótgangandi hinn 60 mílna langá
veg til Agsborgar og prédikaði á leið-
inni, þar sem tækifæri gáfust til þess.
Cajetan gat ekki sannfært Lúther
og hótaði honum því bannfæringu
páfans. Lúther skaut máli sínu til há-
skólans. Sló upp yfirlýsingu um það
á hlið dómkirkjunnar í Ágsborg, og
fór svo heimleiðis, í þetta skifti ríðandi,
en þó svo illa búinn, að hann átti varla
fötin til að skýla sér með. Þá er hann
var kominn tíeim til Wittenberg, skrif-
aði hann kúrfurstanum um, hvernig
málið væri komið, að hann hafði
ekkert tekið aftur, þó Cajetan hefði
heimtað það af sér. Hann sagðist
hafa falið mál sitt guði og vonaði á
miskunn hans.— Þá var Lúther við
því búinn að verða að flýja til París-
ar. Hann hafði kvatt vini sína, þá er
hann fékk bréf frá kurfursta þess efn-
is, að hann mætti vera á Þýzkalandi.
Kurfurstinn vildi verja hann gegn
yfirgangi páfavaldsins. Árið 1519 var
Lúther stefnt til Leipzig til að mæta
dr. Eck í kappræðu um þau atriði,
sem Lúther skoðaði öðruvísi en ka-
þólsku klerkarnir. Þessi kappræða
stóð yfir í 10 daga. Lúther hélt stöð-
ugt sínu máli fram, hversu mikið sem
Eck hótaði með ófrið páfans. Lúther
hélt sig við guðs orð, Eck við mynd-
ugleika páfans ogkirkjunnar; einu sinni
sagði Lúther við Eck, í umræðunum :