Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 2
162
FRÆKORN.
Kirkjan
Kirkjan er guðs ríki, segja margir
hinir andlegu leiðtogar vorra tíma.
En þar sem kirkjan er ríkiskirkja,
þar, sem allir menn, trúaðir og van-
trúaðir heyra kirkjunni til, þar er hún
ekki frekar guðs ríki en satans. Þar
hefir hún mist sjónar af tilgangi sín-
um. Þar er ekki lengur mismunur
á henni og heiminum. Kristur seg-
ir um þá, sem í sannleika heyra
kirkju hans til: »Þeir eru ekki af
heiminum.« Jóh. 17, 14 — 16.
Af þessu er Ijóst, að drottinn hefir
ekki sína kirkju í slíku sambandi við
heiminn. Kirkjan, sem slík ríkisstofn-
un, er ekki Krists stofnun. Og það,
hvernig slíkt kirkjufélag stendur gagn-
vart kenningu ritningarinnar, er ekki
nein sönnun með eða móti þessari
kenningu. Ef mark á að taka á því,
þá er afstaða slíkrar kirkju oftast nær
hinu ranga heldur en hinu rétta. Sann-
leikurinn er sjaldan fjöldans megin.
Söfnuður Krists, hvar er hann? Hvar
er það guðs ríki, sem vér nefnum
»kirkja« ?
Er Jesús var spurður að því af fari-
seunum, hvenær guðs ríki mundi koma,
svaraði hann þeim:
»Guðsríki kemur ekki svo, að á því
beri; og ekki verður sagt: sjá, það er
þar, eða það er þar, því guðs ríki er
hið innra í yður.«
Kaþólskir gleyma þessum orðum
Krists, er þeir benda á sína kirkju-
sögu og halda, að kaþólska kirkjan sé
guðs riki og að hún ein sé Krists
kirkja, og réttlætir hún á þann hátt
villur sínar og eins hitt, hversu anti-
kristilega hún hefir breytt móti mikl-
um fjölda manna, sem í einlægni vildi
heldur fylgja orðum drottins en orð-
um hennar. »Kirkjan«, »kirkjan!« hún
er þeim meir en orðið guðs lifandi.
En hvað segir svo sagan um mynd-
un þessarar kirkju? Hún vitnar það
ótvírætt, að fjöldinn af mönnum, sem
fóru í hana, hafi verið óumskorinn á
hjörtum og eyrum,« og hafi gengið í
kirkjuna ýmist vegna nauðungar eða
fégirndar.
Og hverjar aðrar geta þá afleiðing-
arnar verið af slíku háttalagi?
Ekki les maður »vínber af þyrnum
eða fíkjur af þistlum.«
»Af þeirra ávöxtum skuluð þérþekkja
þá,« segir Kristur. Gildir þetta um
einstaklinga, þá gildir það vissulega
líka um kirkjur. Sú kirkja, sem um
margar aldir með djöfullegri grimd
myrti og píndi guðs börn fyrir það,
að þau vildu heldur fylgja boðorðum
drottins, heldur en boðorðum hennar,
sú kirkja var og er vissulega ekki Krists
kirkja, og kenningar hennar heldur
ekki af guðlegum uppruna.
En hvar er þá Krists kirkja, spyrð
þú?
Lúther svarar: »Þar, sem guðs orð
og sakramentin réttilega eru um hönd
höfð,« og rétt er það vafalaust.
Og hver og einn, sem guðs orði
hlýðir í einlægni og af alhuga, hann
heyrir þessum söfnuði drottins til,
hvort sem mennirnir kannast við hann
eða ekki, því ,drottinn þekkir sína.«
Og það er oss nóg.
Lúther segir:
»Jeg trúi því, að á jörðunni sé til
heilagur smár flokkur og söfnuður af
heilögum mönnum einum, undir einu
höfði, Kristi, saman kallaður af heilög-
um Anda, með sömu trú, sama hug-
arfari og sömu skoðun, með marg-
breyttum gáfum, en samhuga í kær-
leikanum, án rígs og flokkadrátta. Af
honum er einnig eg hluti og með-
limur, sem hefi aðgang að og er hlut-
takandi í öllum gæðum hans, snúinn til
hans og orðinn innlífaður í honum
fyrir heilagan anda, með því að eg
hefi heyrt og heyri enn þá guðs orð,
en það er byrjunin til að komast í
hann.« — Lúthers store Katekismus,
norsk útg., bls. 104.
Lúther tilheyrði samfélagi heilagra,
þessari sömu kirkju drottins, sem hinn
mikli siðbótarmaður í ofan tilfærðum
orðum sínum hefir lýst; hann heyrði
henni til, þegar hann hann var dæmd-
ur xSalandi og óferjandi af hinu ka-