Frækorn - 13.10.1904, Side 15

Frækorn - 13.10.1904, Side 15
FRÆKORN 175 sig að stíga spor til þess.« »Að vísu er valdið ekki þess virði, að lagt sé neitt í sölurnar fyrir það«, sagði heim- spekingurinn. »En leitaðu þá eftir því, sem er enn meira virði, að stjórna sjálfum sér og gera aðra farsæla«. Alexander lét sér samt ekki þetta góða ráð að kenningu verða. Hann vann miklar sigurvinningar, og ávann sér mikla frægð. En dramb hans og metorðagirnd var takmarkalaus. Hann drap vin sinn í ölæði, eyðilagði heilsu sína og dó á unga aldri. »Sá, sem stjórnar sjálfum sér er betri og meiri en sá, sem vinnur borgir.« Bækur og rit. Zacharías Topelius: Sögur herlœknisins. 1. bindi. Gústaf Adólf og þrjátíuárastríöið. Matthías Jochumsson þýddi. Kostnaðarm. Sigurður Jónsson bókbindari o.fl. Isafjörður 1904. Ritverk það, sem hér er farið að gefa út, er nokkuð stórt, þegar um íslenzkar bókmentir er að ræða og þá sérílagi, þegar þess er gætt, að það er þýðing úr öðru máli, Búist er við að ritverk þetta verði alls 5-6 bindi álíka stór og þetta, en það er 347 + XII. bls. stórt. Kostnaðarmenn munu vera 3. auk hr. Sigurðar Jónssonar. Topelius er ágætis rithöfundur, og hinar sagnfræðislegu frásögur hans hafa náð mikilli hylli út um heiminn, auðvitað helzt á Finn- landi og í Svíaríki, þar sem frutnmál sagnanna (sænskan) er viðhaft, en þýddar hafa þær verið á ýms mál. Topelius er lesendum „Frækorna" eitthvað kunnur af þeim greinum eftir liann, sem hafa verið þýddar í blaðinu. (Sjá I. árg. „Fræk."). Hann var fæddur árið 1818. Varð ungur há- skólakennari i Helsingfors og var það í mörg ár. Hann dó árið 1900. Topelius var mann- vinur og barnavinur mikill. Barnabækur hans hafa þótt fyrirtak, og eins er um Ijóð hans. Ýmislegt af því göfugasta og fegursta, sem til er á sænskri tungu í Ijóðum, er eftir hann. Trúmaður var hann og siðaspekingur háleitur. Sögur þær, sem nú koina út, eru góður Jestur fyrir alia þá, sem elska sögu og viija læra að þekkja liðna tímann og mannlífið fyr á dögum. Saga Svía og Finna um tvær aldir frá dögum Gústafs Adólfs til Gustafs þriðja er í þeim sögð á skemtilegan hátt af mikilli list og kunnátlu. fl&íFréttabálkurj^l Prófessor Níels R. Finsen. Dáinn er í Kaupmannahöfn 24. f. m. sá hinn langfrægasti maður af íslenzkum kynstofni annar en Albert Thorvaldsen (og Snorri Sturlu- son í fornöld). Niels Ryberg Finsen er fæddur í Færeyjum 15. des. 1860, gekk í Reykjavíkur lærða skóla árin 1876-1882, útskrifaðist það ár, og tók embættispróf í læknisfræði við Khafnarháskóla 1890. Fám árum síðar fann hann læknisráð það, er hann varð heimsfrægur fyrir, við átumeini því í andliti (og víðar), er lupus nefnist og er einhver hin mesta voðaveiki, sem dænii eru til, önnur en holdsveikin. Mein þetta hafði reynst alveg ólæknandi. Ráðið var, að láta svo nefnda kemiska ljósgeisla leggja á blettinn, sem átan lagðist í. Meira en helmingur þeirra (54°/0), er þetta var reynt við, urðu albata, og flestöllum hinna (40°/0) batnaði til muna. Sá var árangurinn eftir fáein ár, og er mælt að slíkra viðbrigða sé varla dæmi í sögu læknis- fræðinnar uin nokkra meinabót. Finsen lá um mörg ár mjög veikur, og gerði sumar hinar mestu læknisfræðisuppgötvanir sínar í rúminu. I vetur fékk hann Nobels-verðlaunin. Frá stríðinu ekkert sériega fréttnæmt. Port Arthur óunn- in enn. hlutabankinn hér er nú búinn að lána út á aðra miljón króna. Ráðherrann kom heim með Lauru 7. þ. m. Árangur ferðar hans mun helzt vera sá, að samningar eru gerðir um lagningu sæsímans til Islands. Ennfremnr mun hann hafa unnið að þvíaðút- vega Islandi meiri og betri strandgæzlu, en áður höfum vér haft.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.