Frækorn - 13.10.1904, Side 5

Frækorn - 13.10.1904, Side 5
FRÆKORN 165 Hvernig; getur þetta verið satt, ef skírnin er „sáttmáli góðrar samvizku við guð" (1. Pét. 3/21)? Hvernig getur óvita barn gert slíkan sáttmála? En hver getur gert hann betur en fullorðinn maður, er hefir komist til þekking- ar' á synd sinni og gefið sig í sannri og iif- andi trú drotni á vald? „Barnáskírnin er einhver stærsti velgjörning- úr, sem guð hefir knúð söfnuð sinn til að inn- leiða," sagði presturinn enn fremur. Séra Fr. Fr. veit það ofur-vel, að enginn stafur er til hvorki í guðs orði né í kirkju- sögunni, sem sýnir, að Kristur né postular hans, né hinir fyrstu kristnu hafi nokkurn- tíma framkvæmt barnaskírn. Hann veit, að Tertullian, hinn fyrsti „kirkju-faðir", sem nefnir barnaskírn, er á móti henni. „Tertullian, sem var tippi á 3. öld, er hinn fyrsti, sem nefnir barnaskírnina. Hann segir í riti sínu um skírnina (18. kap.): „Með tilliti til ástands (conditio)hvers manns, móttækileika (dispositio) og aldurs, þá er ákjós- anlegra að fresta skírninni, sérstaklega hvað ungbörnin snertir. Að vísu segir drotlinn: meinið þeim ekki að koma til mín. En látið þau koma, þegar þau fara að þroskast. Látið þau koma um leið og þau verða frœdd um, hvert þau koma. . . . Látið þatt fyrst lœra að þrá frelsunina, til þess það verði séð, að mað- ur veitti ltana þeim, sem þráðtt hana." Séra Fr. Fr. veit líka, að ýms hjátrú kom upp í kirkjunni samtíða barnaskírninni, svo sem t. a. m. það, að óskírðar manneskjur væru álitnar djöfulóðar, og að særingar illra anda voru teknar upp á sama tíma og brúkaðar við skírn- ina. Þær eru t. d. nefndar á kirkjufundinum í Carthago árið 256. Sannleikttrinn um ttpp- haf barnaskírnarinnar er sá, að þegar ljós fagn- aðarerindisins um persónulega trú og tileinkun hjálpræðisins fór að dofna, þá komst barna- skírnin í hávegi ásamt öðrum mannasetningum. „Að eins villutrúarmenn hafna henni (barna- skírninni)". sagði Fr. Fr. Það er Fr. Fr. og hverjum öðrum manni allsendis ómögulegt að sanna, að barnaskírn- in sé annað en mannaskipun, hvergi er hún skipað í guðs orði, hvergi sést dæmi til hennar þar. Og Jesús Kristur segir sjálfur um þá dýrkun manna, sem bygð er á mannakenning- um: „Þeirra dýrkan er tíl einskís, með því þeír Kenna þá lærdóma, sem eru manna boðorð." Matt. 15, 9. Kristur hafnar því augsýnilega ungbarnaskírn. Hefir séra Fr. Fr. gætt að, í hvern hóp manna hann með’ þessari setningu' sinni séiur sjáifan frelsarann? Og þar sem enginn getúr bent á spor ungbarnaskírnarinnar á fyrstu öldinni e. Kr., verður þá ekki ltinn fyrsti kristni söfnuð- ur og postularnir af séra Fr. Fr. líka settir í villutrúarmannahópinn? En sé það nafn af séra Fr. Fr. notað um þessa menn, þá fer það að fá aðra þýðingu en séra Fr. Fr. ætlast til. „Ef ungbarnaskirnin væri ekki rétt, þá væri ekkert orðið af fyrirheiti Jesú um, að hann mundi vera með kirkju sinni, og að hiið hel- vítis skildu ekki sigrast á henni." - Sama ástæðan færist af kaþólskum fyrir öllum villum þeirra. Þær eru uppkomnar í kirkjunni og því er sjalfsagt að viðhafa þær, segja þeir. Þekkir þá séra Fr. Fr. ekki annað af guðs ríki, annan söfnuð guðs ísögunni en hina ka- þólsku kirkju? Átti Kristur engan annan söfnuð á jörðu á hinum myrku títnum páfadæmisins en ein- mitt páfakirkjuna með hinum óttalegu villum sínum, þá ertt orð Krists vissulega að engu orðin; en ltafi ltann á öllum tímum átt þá á jörðu, sem hafa hafnað ntanna kenningunum og fylgt orði hans (og sagan vitnar, að svo sé), — þá eru orð hans áreiðanleg og sönn. Hins vegar er það auðvitað svo, að ýmsir menn kaþólsku kirkjunnar og eins hinnar lúth- ersku hafa ekki séð í fullu Ijósi ýms atriði guðs orðs, og t. d. aðhylst ungbarnaskírn o. fl. mannasetningar, en að þessir menn fyrir það væru í helvftis kvölunt, eins og séra Fr. Fr. ályktaði að þeir væru, svo framarlega t. d. skoðun hans á barnaskírninni væri ekki rétt, það er svo ranglega hugsað, sem framast má verða, og svo ótilhlýðilegt, að ekki er orð- um að því eyðandi. En heilög skylda hvers manns er að liverfa frá villunni, er hún er opinber orðin. Eitthvert helzta stuðningsmeðal barnaskírend- anna er útskýring þeirra á Jóh. 3, 5. Þann teksta lesa þeir sí og æ, eins og hann væri ótvíræður um barnaskírnina. En það er hann alls ekki. Skírn er þar ekki nefnd á nafn. Kristur segir: „Ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki fengið inn- göngu í guðs ríki."

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.