Frækorn - 18.01.1905, Síða 1

Frækorn - 18.01.1905, Síða 1
jlraskiftin. I. Nú enn er komin aftanstund, og aftan sá er fagur; og nœturkyrðin kœtir lund, er kveður þessi dagur. Með þessum degi útrann ár, það ár, sem björg oss fœrði; það ár, sem drottinn dyrðar hár, þá dapur harmur sœrði, með huggun hjöriun nœrði. . Eg minnist, drottinn, þess, að þú mig þannig vilt œ stoða; mig angrar hugsun sífelt sú, að syndir við mig loða. Æ, styrk mig, leið mig, herra hár, um heiminn villugjarna, og vertu sól mín sérhvert ár, og sífelt þinna barna hér tjós og leiðarstjarna. JJ- II. Nú blikar röðull austri i er upprís fagur bak við sky frá dimmu rökkva djúpi. Hvað boðar ársins blíða sól, er bjartan vefur tindastól með gullnum geisla hjúpi? Hún boðar heími líf og Ijós, sem lífgi hverja visna rós. Hún huggun hjörtum fœrir; hún kveikir tjósin kœrleikans. Hún kveikir von t brjósti manns sem afl hvert endurnœrír. Við ársins byrjun opnast djúp, sem alt er hulið dimmum hjúp, er ertginn megnar eyða. En vonarstjarnan björt og blíð með blíðri ró mót huldri tið oss lifsbraut náir leiða. Ef vonín helg í brjósti býr er birtist ársins dagur nýr; ei harmur hjartað sœrir. Þá fyllist hjartað unun af því út á lífsins breiða haf, guðs skina geislar skœrir. Ef von og trúin tengja bönd og traust á drottins máttarhönd, þar engar undir blœða því huggun veitist hjarta því er heilög trúin ríkir í, hún vísar veg lil hœða. Þorst. Finnbogason. Hósianna! Mark. 11, 9. Nú byrjar nytt tímabil! Kæri vinur, iáttu þitt hósíanna hljóma, svo drott- inn geti frelsað þig og blessað, og gjört þig farsælan! Hann gefi þér í sannleika gleðilegt og blessunarríkt nýtt ár. Til þess að þetta geti orðið, verður þú að byrja árið með því að gefa þig algerlega guði á vald. Dagar þínir eru í hans hendi. Bið hann að blessa þig og varðveita þetta nýbyrj- aða ár. Byrja hinn fyrsta dag þess, sem og alla aðra, með innilegri hjart- ans bæn. Lát fyrstu hugsun þína, á hverjum morgni, hvarfla upp til þíns

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.