Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 8

Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 8
8 FRÆKORN ekkí forgöngumennirnir h ha verið vilj- ugir til þess að veita öðrum en sjálfum sér og skoðunarbræðrum sínum mái- frelsi, jafnvel þótt það sí alment í öðrum löndum í bænavik.i Evange- lisks Bandalags, að gera hinum ýmsu trúflokkum jafnt undir höfði, um ieið og þeir að sjálfsögðu ekki gera sér- kenningar sínar að umtalsefni á þessum sameiginlegu bænasamkomum. Meira af kristiiegum bróðurkærleika og jafnrétti þarf að komast að fram- vegis í bænavikum þessum,verði þær haldnar hér framvegis, því annars svara þær ekki við nafnið »bæna- vika Evangelisks »Bandalags*, sem nógu greinilega bendir til samvinnu í bróðurkærleika. -------♦♦♦»----- TrúboÖsfélag kvenna nefnist félag, sem nokkurar konur hér í bæ nýlega hafa myndað; mun það vera hin fyrsta byrjun til þess, að ís- lendingar taki þátt í trúboðsstarfsemi, að minsta kosti í heiðingjatrúboði, en það er markmið þessa nýa félags að styðja að siíku trúboði. Félagið er stofnað fyrir forgöngu frú Kirstínar Pétursdóttir og eru þegar komnar í það rúml. 30 konur. Fundi heldur félagið tvisvar í mánuði. Líklega verður þessi litla byrjun til þess að heiðingjatrúboðstarfinu verði framvegis sint einnig hér á landi. Og vér efumst ekki um, að öl! slík starfsemi muni hafa góð og gagnleg áhrif á trúarlífið hér hjá oss. Starf- semi — sjálfsfórnandi starf er eitt hið helzta skilyrði fyrir holiu andlegu lífi. „Verði liós“ er slokknað. Kaupendur munu hafa verið t'áir, og skilin frá þeim svo lé- leg, að útgef. sá sér ekki fært að halda áfram, segir »ísafold« 10. jan. ---------------------------- i.Frækorn" byrja ö. árg. sinn með fleiri kaup- endur en nokkurt annað islenzktblað oss vitanlega hefir, og gleður það oss, að menn sýna blaðinu velvild, svo oss verði mögulegt að gera það betur og betur úr garði. Rví að það hefir einlægt verið ætlan vor og mun verða, að láta kaupendur njóta þess, að blaðið yrði keypt. Blaðið *Frækorn« er ekki stofnað til annars en að vekja og glæða trú á guðs orði, efla sérhvað það, sem gott og göfugt er í fari manna, og vonumst vér til þess, að það því enn eigi gott og varanlegt starf að vinna og að almenningur styðji blaðið sem bezt til þess. Hin mý-mörgu vinsamlegu bréf, sem vér höfum fengið frá kaupendum víðs- vegar, sannfæra oss um, að almenn- ingur skilur stefnu og tilgang þess. Styðjið oss framvegis eins og hingað til, allir velunnarar blaðsins! Pakkir fyrir liðið ár. Beztu óskir fyrir hið nýbyrjaða. ___________________________Útg. Frá stríðinu. Borgin Port Arthur gafst upp á ný- ársdag, eftir sjö mánaða vörn. Nýútkomið. Sjð guðrœkilegar umþenkíngar, eða eintal kristins manns við sjálfan sig hvern dag í vik- unni að kvöldi og morgni, eftir séra Hallgrím Pétursson. Ennfr. er í ritinu: 1) Lítil frásögn um Abgarum kong. 2) Um þrennslags dóm er gekk yfir herrann Kristum, og 3) krossganga Krists. í bókinni er andlitsmynd séra Hallgríms og 3 myndir tilheyrandi krossgöngu Krists. 96 bls. í kápu. 50 au. Ötgefandi: Þorlákur Reykdal. Lindarpenni hefir fundist. Réttur eigandi snúi sér til Jóhönnu Jónsdóttur, Vesturg. (Quð- jónshúsi). 2>rúkuð íslenzk frímerki, jafnt gömul sem ný, allar tegundir, og eins fá sem fleiri, kaupast. Líka kaupast bréfspjöld. Menn snúi sér að ritstj. þessa blaðs. Z koma út tvisvar í mánuði, auk srærtorn jólab[aðs ^rg er minst 25 tbl. (200 bls.). Kostar á íslandi 1 kr. 50 au. í Ameríku 60 cents. Gjalddagi 1. okt. Fyrirfram borgandí kaupendur fá sérstök hlunniudi. Prentsm.Frœkorna, Þinghotsstr.23, Reykjavik.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.