Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 7

Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN 7 Um ungbarnaskírnina hefir innra trúboðið hér nýlegagefið út smárit 11 ára gamalt, eftir norskan prest. Er það víst tilgangurinn, að það rit eigi að vera vörn gegn »Fræk.«, sem hafa sýnt fram á biblíulegan og sögulegan sannleika viðvíkjandi skírn- inni, Um bæklinginn skal eigi fjölyrt. Pess er engin þörf. Astæður eins og þær, að »hefði Jesú ætlast til þess, að ungbörn væri ekki skírð, þá hefðt hann hlotið að segja það greinilega,« — eru vonandi of léttvægar í augum flestra manna, til þess að sé takandi mark á þeim. Um barnaskírnina gilda: »Bættu engu við hans (drottins) orð, svo hann hegni þér ekki.« Orðskv. 30,6. Jesússegir: í Jóh. 15, 14: »Pér eruð mínir vinir, ef þér gerið það, sem eg hefboð- ið yður«, ekki segir hann: ef þér gerið það, sem eg hef ekki bannað, eins og prestur vill láta vera. Prestur blandar saman ungbarna- skírn og umskurn ogeinsgamla sátt- málanum og kristinni kirkju. Um- skurnin í gamla sáttmálanum var ekki táknmynd upp á barnaskírn né aðra skírn, því að orðið segir: »Pað er ekki umskurn, sem er opinberleg á holdinu, heldur umskurn hjartans í anda.« Róm. 2, 28, 29. Um nýja sáttmálann er það að at- huga, að engin ytri athöfn getur gert oss að meðlimum hans, heldur það, að drottinn skrifi sitt lögmál í hjörtu vor og fyrirgefi oss syndir vorar, eins og sagt er í Heb. 8, 8 — 12. Prestur gefur í skyn, að eins og allir (karlmenn) urðu hluttakandi í gamla sáttmálannm fyrir umskurnina, þannig eiga öll börn fyrir skírnina að gerast með henni limir nýja sáttmálans. En hér fer alt út um þúfur hjá presti vegna þess, að drottinn segir berum orðum, að nýi sáttmálinn er »ekki líkur« hinum gamla (Heb. 8, 9.) Og nýi sáttmálinn er einmitt ólíkur hinum gamla í því,aðþaðeru ekki heilarþjóðir, sem gerast meðlimir hans á ytri hátt, heldur einstaklingar, sem einn fyrir einn gefa sig drotni á vald í lifandi trú. Prestur kemuríritinu með allgóða viðurkenningu út af einu því, sem barnaskírnarmenn annars færa sem vörn fyrir barnaskírninni, sem sé orðið um að Jesús blessaði ungbörnin. Prestur játar hér berlega, að Jesú skírði ekki börnin, er hann lagði hendur yfir þau. Slík játning er góðra gjalda verð, og hún er sann- leikanum samkvæm. Að öðru leyti er gersamlega óþarft að eyðaorðum að framsetningu prests- ins. Öll rök vantar í ritkorn hans, og rökin eru það þó, sem rnenn spyrja um í þessu máli eins og öðrum. Bænavika. Pað er nýtt á íslandi, en gamalt í öðrum löndum, að verja hinni fyrstu viku ársins til bænasamkoma, þar sem allir evangeliskir trúflokkar taka þátt hver með öðrum í að biðja fyrir kristilegri starfsemi úti um heiminn og heima fyrir. Pað er félag, sem nefnist »FIið evan- geliska Bandalag«, er hefir gengist fyrir slíkum árlegum bænavikum síðan árið 1846. Hér á landi var byrjað þetta ár með bænaviku eitthvað svipaðri þeim, sem »Bandalagið< gengst fyrir. Fundir voru haldnir hér í Rvík í Melsteðshúsi á hverju kveldi 1, —7. þ. m., að því er virðist helzt undir for- ustu þeirra séra Fr. Friðríkssonar og cand. theol. Ástv. Gíslasonar. Samkomurnar voru vel sóttar og mörgum mönnum til uppbyggingar, og er það mjög gleðilegt. En eitt vantaði átakanlega í þessari bænaviku, sem sé almenna hluttöku þeirra krist- inna trúflokka sem hér eru; þvf að aðallega voru þessar samkomur innri- missiónar-samkomur. Fríkirkjan tók t. d. engan þátt í samkomunum. Og um aðra trúflokka hér, t. a. m. Hjálp- ræðisherinn og Siöundadags-aðvent- istana, er sama að segja, enda munu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.