Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 18.01.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 5 Jra D. Sankey. Maður þessi er stórfrægur um allan hinn kristna heim fyrir söng sinn. Hann fylgdi um mörgár hinuni alkunna andlega ræðuskörung D. L. Moody á ferðum hans, um Norður-Ameríku og Evrópu, söng við guðsþjónustur hans og gerði þannig mjög mikið til þess að styrkja Moody í prédikunarstarfi hans. Mörgum manni hefir Sankey snúið til guðs, og afar-mörgum hefir hann veitt ómetanlega andlega nautn og uppbyggingu með sálmum og söngum sínum, sem alstaðar eru meira eða minna kunnir, —Sankey er nú hrumurog er hættur að ferðast um, enda tók honum mjög sárt til þess, er starfsbróðir hans og ástvinur, Moody, féll frá.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.