Frækorn - 18.01.1905, Side 6

Frækorn - 18.01.1905, Side 6
FRÆKORN 6 hafði verið einmana eftir skilin! Eða kannske að hún hafi fengið að fylgja rnanni sínum eftir. — Hann las það sem letrað var á næsta stein, í þetta sinn með tárvotum augum. »Dáin 1902. »Guð mun þerra hvert tár af aug- um þeirra.« Móðir hans hafði þá verið einsömul í 18 ár. Hún var ný- dáin — ef til vill í fátækt, og einmana. Hann reyndi að hressa sig við eins og til að hristaaf sérvondan draum. En næsti steinninn, yfir hvers gröf var hann ? — Að undanteknum nokkr- um fjarstöddum ættingjum, gat hann ekki hugsað sér neinn, sem þar mundi vera grafinn. Ef til vill hafði einhver þeirra gert það, sem honum hafði bor- ið, á hennar löngu einveruárum. — Aftur staðnæmdist hann til að lesa — sitt eigið nafn: »Abijah Powers. Fæddur 1866. — Hann var einbirni og móðir hans var ekkja.* Retta varleg- steinn sjálfs hans, reistur af móður hans, þegar vonin um að sjá hann aftur var horfin. — Frá djúpi hugs- ana hans steig sagan af ekkjunni í Nain, hverrar sonurvar uppvakinn frá dauðum. Hve oft mundi ekki móðir hans hafa lesið upp aftur og aftur þessa sögu og hve innilega hlaut hún ekki að hafa beðið að drengurinn hennar, bein af hennar beinum og hold af hennar holdi, mætti gefast henni aftur. Pað var angistarfull stund fyrir hinn hirðulausa son og hann féll á kné við sína eigin tómu gröf. Með hend- ina yfir höfði móður sinnar grét hann sem hann ekki hafði gert frá því að hann var barn; það voru dýrmæt tár. Ast móður bans, sem hafði fundið dálitla hugfróun í orðum ritningarinn- ar, sem stóðu á legsteini hans (son- arins) þar sem þó engin gröf var gerði hann að nýjum manni. Fólk undraðist yfir hinni miklu breyt- ingu, sem hafði orðið á honum. Rík- dómurinn breytir sjaldan manni frá djöfli til dýrðlings, en þetta kraftaverk virtist hafa skeð á Abijah Powers. — Enginn vissi, að það var ekki gullinu frá Klondyke að þakka, að þessi breyt- ing hafði orðið á, heldur afl kærleik- ans, hans þögula mælska frá legsteins- ins kalda marmara. — »Herold.« Th. Árnason þýddi. JCesfafjöldinn á jördinni. Enskt dýralœknatimarit skýrir svo frá, að alls á jörðinni séu um 9o,000,000 hesta. Þar af eru i Rússlandi 22,000,000 eða lo hestar á hverri enskri fermílu. í Norður- Ameríku eru 18, 266,14o hestar eða 20 á fermílunni. í Þýzkalandi eru 4,2oo,ooo eða 2o á fermílunni. í Frakklandi 3,5oo,ooo. í Þýzkalandi og Frakklandi eru 15o,ooo hest- ar hafðir til herþjónustu eingöngu. í Ausiur- ríki og Ungverjalandi 4,800,000 og þar af eru 28o,ooo rikiseign. Á Bretlandi eru 3,000,- 000 hestar. í Norvegi og Sviþjóð 663,000. í Belgíu 3oo,ooo. í Hollandi 27o,ooo. A Spáni 4oo,ooo. í Svisslandi llo,ooo. í Grikklandi loo,ooo. Á ítaliu 85o,ooo. Á Balkanskaganum l,5oo,ooo. í Danmörku 847,ooo. Á íslandi 46,000. í Kanaða l,ooo 000. í Suður-Ameríku 6,5oo,ooo. í Afríku 5,000,000. Eyjaálfu 1,800,000. Á Nýja- Zelandi 5,000,000. í Asíu 10,000,000. — Af ösnum eru í Ameriku 4,7oo,ooo, Eu- rópu 3,2oo,ooo. Afríku 2,000,000, og Asíu l,3oo,ooo. Þeim kvað stöðugt fjölga. NÝÁRSVÍSA. Gleðilegt ár oss gefi alheimsstjórinn, grœði hvert sár, og lœkni foldarmeinin; þerri hvert tár, svo þorni raunasjórinn, þrjóti ali fár, en blómgist trúargreinin. Himininn blár oss heiður jafnan standi, á hafi’ ei bára valdi sorg og grandi. J. S,

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.