Frækorn - 18.01.1905, Side 4

Frækorn - 18.01.1905, Side 4
4 FRÆKORN atvik daglegs lífs, sem minst sýnist um vert; »lög Krists« gjöra það engu síður, því að Kristur hefir fullkomnað Móse-lög, en ekki numið þau úr gildi (Matt. 5, 17); og það þýðir meðal annars þetta: Kristur hefir ekki leyst sambandið milli lögmálsins og hinna einstöku atvika mannlegs lífs, heldur hefir hann fullkomnað þetta samband, svo að engin lífskjör kristins manns lenda út fyrir vébönd guðs vilja. Vilji guðs verður í öllum hlutum. í þessu er fólgin áminning til vor um það, að vér skulum alt af spyrja um guðs vilja og fylgja honum; en eg vil ekki taka það fram hér, að það er líka undursamlega sæl hvíld fólgin í þeirri fullvissu, að guð lætur sinn skýlausan viljaverða einmitt í því sem eg hefi fyrir stafni nú sem stendur. Því hversu oft getur ekki litið svo út fyrir augum vorum, að vér sitjum eins og í kreppu og séum rígbundnir, svo að alt fer út um þúfur, hvað sem vér svo áformum eða gjörum; þá er söm hugarfró í þvi að vita, að í þessu til- felli er fólgið eitthvað alveg ákveðið, sem guð vill að eg skuli gjöra; og ef eg gjöri það, þá fellur alt í ljúfa löð. ____________ Frh. fleiri ákvæði í gamla testamentinu eru ekki lengur í gildi, mun hvorki stafur eða titill falla af siðferðislögmálinu, hinum tíu boðorð- um drottins, og má fullvel kalla þau »Krists lög«. í heild sinni tekið er það oss mikið gleðiefni, hversu þráðbeint höf. fylgir kenn- ingu guðs orðs viðvíkjandi afst. kristins manns til lögmálsins; og er ekki óþarft að leiða athygli manna að því, þar sem tímarit- ið »Verði Ijós« fyrir fáum árum kenndi af- dráttarlaust að tíu boðorð drottins væru úr gildi numin þannig að samband Iögmálsins og hinna einstöku atvika mannlegs lífs væri leyst. Útg. Rödd úr gröfinni. Abijah Powers hélt að ómögulegt væri að þekkja sig, þegar hann fór inn í litla veitingahúsið. Rúm 20 ár voru síðan, að hann yfirgaf bæinn, baldinn oggjálífur drengur, sem hljóp, frá góðum föður og ástríkri móður. af því að hann fyrirleit hið góða, en elskaði hið illa, og vildi fara sinna ferða. í mörg ár hafði hann lifað sem flækingur. Svo vaknaði hjá hon- um löngun til æfintýra, þegar hann heyrði frásagnirnar um hinn mikla ríkdóm í Klondyke. Hann gekk í eitt fyrsta félagið, í hinni glæfraíegu eftir- sókn eftir gullinu, og hamingjan fylgdi honum í fyllri mæli, en hann hafði nokkru sinni dreymt um. — Nú var hann kominn til baka, eins í huga og áður, en með milliónarík- dóm; og það var eins og eitthvað þvingaði hann til að heimsækja þorp- ið, þar sem hann hafði dregið hinn fyrsta andardrátt. Hann vissi ekkert um það, hvort foreldrar sínir væru lífs eða liðnir. Að öllum líkindum voru þeir dánir. í þeirri von og án þess að nokkur segði honum það, fór hann beina leið út í kirkjugarð, og þangað sem forfeður hans í þrjá liðu höfðu verið grafnir. Jú, — hér voru komnir þrír nýir legsteinar frá því að hann hafði komið þangað síðast. Pað barðist hjá honum einhver óljós tilfinning, er hann sá það. Hann beygði sig til að lesa graf- letrið á fyrsta steininum. Pað var minning föður hans. »Dáinn 1884 — »Sælir eru þeir sem deyja i guði«. Hann — sveið i hjartað, þegar hann las dagsetninguna. Faðir hans hafði dáið einu ári eftir að einka-sonurinn hafði hlaupið í burtu! Og móðir hans

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.