Frækorn - 31.01.1905, Qupperneq 3

Frækorn - 31.01.1905, Qupperneq 3
FRÆKORN 11 Lúther um hvíldardagirm. 1 »Skýringum« sínumá fyrstu bók Móse, 1. b., bls. 62, 63 segirLúther: »Guð blessaði og helgaði hvíldardag- inn. Retta hefir hann ekki gert við neitt annað skapað; því að himinn og jörð eða nokkra aðra skepnu hefir hann ekki helgað sér; það er að eins hinn sjöundi dagur. Rýðing þess er sérílagi sú, að þannig ættum vér að læra að skilja, að sjöundi dagurinn er einstaklega vel hæfur til guðsþjónustu. Því að heilagt kallast það, sem er frá- skilið frá öðrum skepnum og vígt guði; að helga þýðir að útvelja og fráskilja eitthvað til helgrar notkunar eða guðsþjónustu, og notar Móses oft orðtæki þetta, til dæmis þegar hann talar um hin helgu ker .... Því er hvíldardagurinn frá sköpun heimsins innsettur til guðsþjónustu. Og þannig mundi mannleg náttúra, ef hún hefði orðið stöðug í sakleysi og sínu erfiða réttlæti, hafa vegsamað guð og hans verk, og á hvíldardeg- inum mundu mennirnir hafa talað hver við annan um hina ómetanlegu gæzku guðs, skapara þeirra. . . . Og þótt maðurinn hafi fyrir syndina fjarlægst guði og þekkingunni áhonum þá hefir guð samt viljað, að boðorðið um að halda hvíldaginn heilagan skyldi vera framvegis í gildi þannig, að menn á hinum sjöunda degi skyldi læra hans orð og þjóna guði á þann hátt, sem hann hefir til skipað, til þess að vér gætum athugað, hver sé köllun vor og hlutverk það, sem vér erum skapaðir til, nefnilega að viðurkenna guð og víðfrægja hann.« Hvaöa daz var heilöíum anda úthelt yflr postulana ? Á hvítasunnudag, segir hin íslenzka biblíu- þýðing; eftir því álíta nrenn, að sá dagur hafi verið sunnudagur. En svolítil athugun gerir það að vissu, að svo hafi ekki verið. I frummáti nýja testamentisins (grísku) er hátíðin, sem vérá íslenzku’nefnum „hvítasunnu", nefnd pentekosie, en það orð á ekki við neinn vissan vikudag. Orðið pentekoste þýðir hinn 50. dagur\ sú þýðing ketnur af því, að þessi hátíð var á 50. degi frá 2. degi páskahátíð- arinnar, en það var frá fastákveðnum mánaðar- degi, hinum sextánda degi í Nisan. Sjá 3. Mós. 23, 7. 15. Lað ár, sern Kristur var krossfestur, byrjuðu páskarnir á föstudegi, því að á fimtudagskvöld hefir Kristur etið páskalambið eins og gert var á aðfangadagskvöld páskahátíðarinnar. Þar sem 1. páskadagur Gyðinga það ár hlýtur að hafa borið uppáföstudag.þegar Kristurvar kross- festur, verður 2. dagur þáska laugardagur; frá þeim degi ætti að telja 50 daga, og 50. dagur verður því laugardagur, en ekki sunnudagur það ár, eins og sjá má af því að setja tölu við hvern laugardag á þessu sjö vikna tímabili: 1. laugardagur er 8. dagur tímabilsins, 2. laugardagur er 15. dagur, 3. er 22, 4. er 29., 5. er 36., 6. er 43, en 7. er 50. dagur. Það var ekki fyr en á kirkjufundinuni í Nicæa, sem Konstantín Rómverjakeisari kallaði saman árið 325 e. Kr., að ákeðið var að halda páska- dag á sunnudegi. En ef þesssu er þannig varið, fer að verða lítið gagn í þeirri „ástæðu", sein menn færa fyrir helgihaldi stinnudagsins, sem sé það, að af því heilögum anda hafi í fyrstu kristni ver- ið úthelt á sunnudegi (c: hvítasunnudegi), þá hafi guð með því heiðrað þann dag fram yfir aðra daga. Sannleikurinn í rnáli þessu talar því í raun- inni fyrir helgihald sjöunda dagsins, en ekki sunnudagsins. Að sannleikanum verður að leiða mörg og margvísleg rök, en villart hvílir oft óhult á koddum hleypidóma og vana.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.