Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 9

Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 9
FRÆKORN 17 veg,„ en samt sem áður var honum léttara um hjartað en langa tíð áður. »Nú er úti um áhyggjurnar,« hugs- aði hann;» eg mun ekki lengur verða ónáðaður af mönnum, sem slá mér gullhamra -og otela frá mér bæði leynt og ljóst. Eg þarf ekki framar að fara til dómaranna til þess að gera réttarkröfur eða greiða skuldir. Eg vil ekki framar lifa sem höfðingi, en eg vil heldur ekki oftar drekka mig fullan. ‘ Alt þetta er búið, horfið eins og vondur draumur. Blessaði auðurinn barst mér í skaut, án þess eg snerti hendi minni til að eignast hann. En guði sé lof, þótt eg hafi ekki unnið fyrir peningunum, þá hef jeg þó að minsta kosti eytt þeim.« »Svei< sagði hann og fór svo frá Rostof. Fótgangandi ogallslaus fór hann aft- ur til heimkynna sinna og lifði á leiðinni af því, sem góðir menn gáfu honum. Pá er heim kom, byrjaði hann aftur á hinu fyrra starfi sínu, sem ferjumaður. Ogupp frá þessu lifðihann einsogífyrri daga. Nú er hann orðinn gamall. Allir þekkja Timofeitsch ogöllum þykir vænt um hann. Hann er ánægður með hlutskifti sitt og biður guð ekki framar um auðæfi. GLEÐIN MÍN. Ef eg gœti einhvern glatt, dnœgður eg lifað gœti; ef eS gœti einhvern satt aumingjan, sem vantar œti, burt úr heimi héldi’ eg glaður. -- Himnariki’ er betri staður. Quðin. VONARGEISLAR. Af mér hrynur harma-ís og klaki og hiyir sólargeislar orna baki, brjósti, hug og hjarta, en hel og myrkrið svarta flýr í burt með fljótu vœngjataki. Senn er komið vorið vonarbjarta, sem vekur yl og lif í hverju hjarta; blóm af veturblundi, blossa í augu’ ú sprundi. Alt vill fyrir sól og sumri skarta. Vorsólinni vil jeg móti snúa, vorsólin í hjarta mér skal búa, hugga það og hressa, hýra það og blessa. Vik ú milli vina skal hún brúa! Guðm. Auðurinn, sem guð gefur mönnunum. Eftir Tolstoi. Maður nokkur var óánægður og möglaði gegn guði. »Hinn góði guð,« sagðihann, »veitir öðrum mönnum auð, en mér gefur hann ekkert. Hvernig á eg, sem ekkert á, að geta komið áfram Iífinu ?« Gamall maður heyrði þessi orð hans og sagði: »Ert þú þá í sannleika svo fátækur, sem þú heldur? Hefir guð ekki gefið þér heilsu og krafta?« »Jú, því get eg ekki borið á móti. Eg er stoltur af heilsu minni og kröftum.« Gamli maðurinn tók í hægri hönd hans og spurði: >Viltu láta þessa hönd frá þér fyrir 3,000 kr. ?« »Nei, það vildi eg sannarlega ekki!« »Svo. En hina vinstri þá?« »Nei, heldur. ekki!« »Vildir þú ganga að því að verða blindur fyrir 30,000 krónur?« Nei, eg bið guð að varðveita mig frá slíkri óhamingju, og ekki vildi eg missa svo mikið sem annað augað fyrir neitt verð, hvað þá bæði augunb. • Parna sérð þú,« sagði gamli mað- urinn, »hvílíkan auð guð hefir veitt þér.«_________________'

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.