Frækorn - 15.03.1905, Qupperneq 2

Frækorn - 15.03.1905, Qupperneq 2
42 FRÆKORN Myndirfrá Katakombunum. Myndirnar á bls. hér næst áundan eru frá hinum svo nefndu »Katakombum« undir Rómaborg. Með þessu nafni eru táknuð stór göng neðanjarðar, sem mynduðust á þann hátt, að grjót var tekið undir borginni til bygginga. Slík neðanjarðar göng eru víðar til en undir í<óm, t. a. m. líka undir Neapel, við Sýrakús og á Malta. -En merkilegar eru Róma-katakomburnar af því að þær voru lengi notaðar sem heimili og leynisamkomustaðir krist- inna manna. A ofsóknartímum, t. d. á fyrstu öldunum eftir Krist, lifðu margir kristnir menn íþessumdimmu holum. Par höfðu þeir samkomur sínar, og grófu þar sína dauðu. Mörg minnismerki hat’a hinir kristnu iátið eftir sig í þessum gönrlu helgu stöðum. Seinni tíða samkomur í katakomb- unum hafa leitt margt í Ijós um siði og háttu hinna fyrstu kristnu. Þessar rannsóknir hafa meðal annars grein- Iega sýnt fram á, að margt það, sem kaþólska kirkjan heldur að mönnum sem upprunalegum kristindómi, hafi alls eigi tilheyrt kristindómi hinna fyrstu alda, t. a. m. páfaembættið, dýrkun Maríu og helgra manna, hin sjö sakramenti o. fl. Katakomburnar, sem um svo margar aldir voru gleymd- ar, komu fram með sannanir gegn »skækjunni miklu«, sem ekki var hægt að hrekja, ogþær hafa líka orð- ið til þess að menn hér og þar eru farnir að aðhyllast hinn óbrotna, kraft- mikla postuliega kristindóm, meira en áður var um langan tíma. Spíritistar (andatrúarinenn). Ekkert sýnir betur eðli andatrúar- innar en afstaða spíritistanna til biblí- unnar og kristindómsins, og ska! hér skýrt stuttiega frá því 1. Peir trúa ekki ritningunni í spíritistablaðinu »Banner of Light« segir andi fyrir miðlun spíritistanna: »Vér höfum áður oft sagt það, að vér getum ekki fyliilega reitt oss á það, sem í biblíunni stendur.«- Andi nokkur segir framvegis: »Eg trúi ekki einu orði af því, sem biblían heldur fram sem guðs orði.« Annar: »Guð hefir ekki haft meira að gera með að skrifa bók þessa (biblíuna) heldur en eg«. Ennþá segir annar andi: Færið mér systur mína, svo eg geti talað við hana, þá mun eg mölbrjóta biblíu hennar og guð hennar.« 2. Þeir segja, að engin synd sé til. Einn andi segir: Vér segjum, eins og vér höfum sagt þúsund sinnum áður: Rað er ekkert til sem heitír synd, það er ekkert til, sem ilt er. Ef synd væri til, þá væri guð nöfundur hennar« Annar: »Allir menn eru jafn réttlátir, og það stendur á sama, hvað þeir gera og í hvaða ástandi þeir eru; allir menn eru góðir.« Einn andi segir: »Hvert orð, hver hugsun og hvert verk er af guði. Rví eru einnig fjöl- kyngi nútíðarinnar guðleg að upp- runa. Trúarbrögð heiðingja eru jafn- góð og trúarbrögð Krists, og guði eru þau jafn þóknanleg«.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.