Frækorn - 15.03.1905, Síða 11
FRÆKORN 51
likamínn kaldur iiggi ndr,
lífi eg samt með Jesú Kristi.
Bakkus mér jafnan bœtir þrek,
beiskju lifsins því kviði engri,
eg af hans dreyra teiga tek,
tilvera mín svo verði lengri.
Lindin hans er mitt lyftiafl
lífs míns á hverjum gleðidegi,
þýtt við munaðar því eg tafl
þakkir honum og lofgjörð segi.
Síðasti nœr mig sígur d
svefn í alkunnu dauðans siriði
Bakkusar míns eg bergi þá
bragðgóðan drykk og engu kvíði.
11. Cai trúaða æskumannsirts.
Eg er maður og leik mér Ijúft
lífsnautnir við í andans heimi,
heldur þó að eg hugsi djúpt
himnaföðurnum aldrei gleymi.
Víðlika frjáls á ferð eg er
fram um andlega himinvegi,
eins og í lofti leikur sér
litli fuglinn á sumardegi.
Hér þegar gjöra móti mer
margbreyttar rísa lífsins öldur,
leita eg hjálpar þá hjá þér,
þrieini guð, mitt líf og skjöldur,
lífið mitt bœði og lukka hér
Ijósasta með sér ber þann vottinn,
altsaman gefið er frá þér, ■
alvaldi mikli himnadrottinn.
Þurfandi’ og veikan þrátt mig finn.
því skal eg aldrei, aldrei neita,
af eigin mœtti eg ekkert vinn,
ávalt þarf drottins hjálpar leita.
Ef að eg sneiði illu hjá,
œsku minnar um daga bjarta,
gamall efalaust get eg þá
guði þjónað með hreinu hjarta.
Enginn skal mér þá telja trú,
tilvera mín og líf hér endi,
jeg þó að falli' á jarðar brú
járnkaldur fyrir dauðans hendi
skal mig því ekkert skelfa frá,
sköfnung bláa þó dauðinn hristi,
Get eg því engan gaum né agt
glaðvœrðar nautn á heimsins engi.
Hann hefir eigið líf út lagt,
lífið endalaust svo eg fengi.
Syndanna þúnga, sem til vann
sektarinnar með gjörðum mínum,
fyrir mig borgað hefir hann
heilögum lífs með dreyra sinum.
Við þá kœrleikans eðla eik
anda minn bönd i náð hans þyrstu,
dag hvern víð perlu dfra leik.
Droitinn minn það er Jesús Kristur.
Mig þegar dauðans framkvœmd frek
flytur af þessum jarðar grunni,
andlega þá eg til mín tek
teiga lifs úr hans náðar brunni.
Svbj. J.
Hefnd Indíánans.
Hina gullvægu reglu: »Ait, sem þér viljið
að mennirnir gjðri yður, það skuluð þér einn-
ig þeim gera", er að finna í fjallræðu frelsara
vors og eiga allir að breyta eftir henni, sem
játa, að þeir breyti eftir Kristi. En ef vérekki
erum í sannleika guðs börn, getum vér aldrei
hlýtt boðorði þessu, sem vera ber.
Sagan skýrir frá því, að rómverski keisarinn
Severus hafi orðið svo gagntekinn af hinum
siðferðislega hreinleik og fegurð þessa boðorðs,
að hann skipaði að láta hina gullvægu reglu
standa sem áletrun á öllum opinberum hús-
um sem hann létreisa. Pað er hægt að segja
frá mörgum atburðum, þar sem menningar-
lausir heiðingjar og viltir írúflokkar hafa með
breytni sinni g)ört mörgum skömm, sem kall-
ast kristnir, sem hafa á séryfirskin guðhræðsl-
unnar, en afneita henriar krafti með orðum og
gjörðum.
Vér ætlum hér að skýra frá einum slíkum
atburði:
Fyrir mörgum árum, lá snyrtilegt og fagurt
heimili sem ungur bóndi átti í einu af vestlæg-
ari ríkjunum í ‘Nroður-Ameríku, þétt við yztu