Frækorn - 15.03.1905, Side 16
56
FRÆKORN
Zyrgjandi móðir.
I. Við líkbörurnar.
limirnir fögru, sem léku
mér Ijúflega i skauti
hugglöð ~eg hclt að þeir yrðu
min heimilis prýði.
Þú blessaða himinsins blíðmeyja smá
sem blikandi stjörnu þig horfí cg á,
sem leiftrar á sólhreinni tjósanna braut,
og liður svo dýrðleg i frelsarans skaut.
Þú blessaða himneska barnið mitt kœrt,
þú blundaðir hjá mér svo rótt og svo vœrt;
þig dreymdi að guðs sonur gæfi þér tjós,
og gullfagra vœngí og sólgylta rós.
En drotlins við dóma skal una
hann dœmdi þig sína
lilju, er lausnarinn hefði
lofað að planta
í ódáins eitífum reiti
þar ískuldi dauðans
fœr ekki framar að granda
friðuðu blómi.
Og himin guðs dýrðar hann sýndi þér sinn,
og sjálfa þíg langaði’ að komast þar inn;
en hjartað i brjósti þér barðist svo þreytt
svo bilað og máttlaust, þú komst ekki neitt.
En frelsarinn benti þá blíðlega þér
og bauð þér til himins að koma með sér;
þá flaug á burt sál þín við sonar guðs hlið;
hún sá ekki dauðann, en skildí hér við.
En mamma sat grátin við bana þíns beð,
svo blinduð af tárum hún gat ekki séð
neitt annað en dauðann, með iskaldri ró,
sem andaði’ á Ijósið er bráðlega dó.
Ó, hjálpi mérguð! hvílik hörmung og böl,
nú hönd þín er stirðnuð, og kinnin svo föl,
og hjartað í brjóstinu hætt er að slá
mín hugglaða Ásta er fallin i dá.
Ó, alt varð í kring. um mig hnípið og hljótt
um hádaginn sýndist mér dimma af nótt;
við likbörur þinar svo löngum cg sat
og loksins þar drauminn þinn ráðið eg gat.
Þú sjálf ert nú eflaust hin sólgylta rús
upp svifin ávœngjum i himinsins tjós;
þú vaknaðir alsœl er úli var þraut
og englar þig báru i föðursins skaut.
Og nú get eg glaðst yfir bana þíns blund
og blessað af hjarta þá friðsœlu stund,
er andi þinn sveif á burt sorgunum frá,
til sóllanda fegri en greina eg má.
En timinn og rúmið fœr tárunum eytt,
og trúin og vonin fœr hörmunum breytt
i hugsjón, er sefar alt hérvistar stríð,
og htjóðlega minnir á umskifti blið.
II. Nokkrum dögum síðar við gröfina.
Hjarlkœra barnið þú hvilir,
und hrimblœju kaldri,
en mamma nú leiðið þitt lága
fœr laugað í tárum,
sárt var að horfa' á þig hverfa
i helmyrkur grafar,
bágt er, nœr blíðustu vonir
i brjóstinu deyja.
Ó, hvað mig langar að lita,
á limina köldu,
enn þá eg held að þeir yrðu
mér augnabliks fróun,
Kveð eg svo leifarnar látnu
og lít þœr í anda
fölar und leiðinu lágu
Ijúflega blunda.
L, að eg gröf þina gœtí
i guðblœjum vafíð,
og tár mitt hvert einasta yrði
að eilífðar blómi.
Helga Maria Þorv.d.
Fráútlöndum.
Bandaríkin.
{ Chicago er meiri neyð og vinnuskortur,
en verið hefir næst undanfarin ár.
Rússland.
Þar horfir illa við. Uppreisn mjög viða.
Keisari.in hefir fengið bréf frá uppreisnarmönn-
um um, að hann sé dauðadæmdur, og eins er
um fleiri í hirðjnni.
Nore?ur.
t>að virðist hætt við því, að í ófrið fari inilli
Norðmanna og Svía. Öll þjóðin stendur sem
einn maður gagnvart Svíum í kröfunum um
að fá konsúla út af fyrir sig.
Kalt osr heitt.
Bærinn Werchjansk í Síberíu er kaldasti stað-
ur á jörðu. Kuldinn í jan. 23- 68,8° C. F.n
svo er líka heitt á sumrum, stundum 31,5° C.
Heitasti staðurinn á jörðu er „The Valley of
Death" í Kalifornía; þar nær hitinn oft 50° C.
Stórmiklar andlesrar vakningar
eru nú á ýmsutn stöðum í öðrutn löndum.
Þannig hefir í Wales stórmikill mannfjöldi
snúist til Krists, um 80,000, að því er sagt er,
á mjög fáum vikutu.
í Denver í Colorado, í Amertku, tóku t. d.
20. jan. utn 35,000 tnanna þátt í. vakningasam-
komum. Öll vinna var hætt. Öllnm búðum
lokað. Vakningin virtist gagntaka alt fólk þar
Prentsmiðja »FrækornaM.