Frækorn - 15.03.1905, Side 7
FRÆKORN
47
Trúarjátning Tolstojs.
Niðnrl.
Eg get ekki eins og áður skírskot-
að til yfirburða þjóðar minnar í sam-
anburði við villu, grimd og skrælingja-
hátt annara þjóða. Undir eins og eg
minnist orða Krists, hlýt eg að
kosta kapps um að ala í brjósti mér
hlýtt þel til útlendingsins eins og landa
míns.
En það er ekki nóg með það, að
eg veit, að aðgreining þjóðflokkanna
er böl, eg veit líka, í hverju freistingin
er fólgin, sem hefir gjört mig óvin-
veittan þjóðum, og þess vegna get eg
ekki lengur með jafnaðargeði og af
ásettu ráði fallið fyrir því.
Eg veit, að freistingin er fólgin í
þeirri viliu, að velgengni mín sé að-
eins bundin við velgengni þjóðar minn-
ar, en ekki alls mannkynsins.
Eg veit nú, að merkislína eða
stjórnartilskipun, sem sker úr því (ger-
ir út um það), að hve miklu leyti eg
heyri til þessari eða hinni þjóðinni,
getur ekki slitið samband mitt við
aðra menn. i^egar eg nú minnist alls
hins illa, sem eg hefi unnið, og séð
aðra vinna, sem afleiðing af þjóðhatr-
inu, þá finn eg glögt, að orsökin til
þessarar stórkostlegu villu er það, sem
kallað er > þjóðrækni« og »föðurlands-
ást«. Regar eg nú lítaftur og hugsa
um bernsku mína, minnist eg þess,
að eg bar aldrei neinn kala í brjósti
mér til annara þjóða, heldurhefir hon-
um verið troðið í mig með óskyn-
samlegu uppeldi.
Eg skil nú þýðingu þessara orða:
»Ojörið óvinum yðar gott; breytið
við þá, sem væru þeir bræður yðar.
Rér eruð allir börn eins föðurs og
eigið að vera sem faðir yðar, þ. e.
þér megið ekki gera greinarmun á yð-
ar eigin þjóð og útlendri, heldur ber
yður að vera eins gagnvart ölium«.
Eg skil nú, að allir menn eru bræður
mínir, og þessi trú hefir algjörlega
breytt skoðun minni á því, hvað væri
gott og hvað iiit. Rað, sem mér áð-
ur virtist gott og göfugt, eins og t.
d. föðurlandsástin, ástin til þjóðarinn-
ar og ríkisins, og það að þjóna ríkinu
með því að skoða velgengni annara
þjóða og sömuleiðis öll afreksverk í
hernaði, virðist mér nú illt og auð-
vjrðilegt. Uppgjöf fósturjarðarinnar
o*g heimsborgaraskapurinn, sem mér
hafði áður virst illt og skammarlegt,
sýnist mér nú allt á annan veg.
Enda þótt eg enn þá, þegar eg gleymi
mér, geti veitt rússnesku þjóðinni full-
tingi, eða óskað, að Rússaveldi eða
hin rússneska þjóð taki meiri fram-
förum en nokkur önnur þjóð, get
eg þó ekki, þegar eg hugsa málið
rólega, látið undan freistingu, sem
eyðileggur sjálfan mig og aðra. Eg
get ekki æst ríki eða þjóðflokka til
ófriðar sín á milli, eða biandað mér
í deilur milli þjóðar og ríkis og því
síður helgað mig ríkisins þjónustu.
Eg get ekki gegnt neinni af stöðum
þeim, sem bygðar eru á mismun ríkja,
hvort sem það væri tollheimtumanns-
staða, vopna eða herþjónusta eðahver
þvílík staða sem vera vildi, og því
síður gæti eg átt í ófriði við aðrar
þjóðir og get ekki heldur stutt að
því, að aðrir gjöri það. Eg skil nú,
í hverju hamingja mín er fólgin; eg
trúi því, og get þess vegna ekki tek-
ið mér neitt það fyrir hendur
sem áreiðanlega myndi eyðileggja
hana.
Og ekki er það nóg, að eg trúi,
eg verð að lifa þannig.
Eg trúi einnig, að einungis þegar
eg breyti þannig, muni líf mitt hafa
þá einu skynsamlegu og hamingju-
samlegu þýðingu, sem kostur er á
fyrir mig, og sem ekki eyðilegst í
dauðanum.
Eg trúi því, að hið skynsamlega líf
rnitt (sem er Ijós), sé gefið mér til
þess, að eg láti það lýsa mönnunum,
ekki í orðum, heldur í góðum verk-
um, svo að mennirnir hljóti að göfga
föður vorn á himnum (Matt. 5, 16).
Eg trúi því, að viðurkenning mín á
sannleikanum sé gjöf, sem mér er
gefin til þess að eg noti hana, að hún
sé eldur, senr einungis er eidur, þeg-