Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 2
78 FRÆKORN Hvérsu gagnstætt skynseminni. — Kristindóm- urinn lýsir þar á móti dauðanum sem bölvun sökum syndarinnar og sem mannsins mesta, „síðasta óvin". (Sjá Róm 5, 12. 1 Kor. 15, 26; Hebr. 2, 15. 16.) Kristur tók ei.inig þátt í hrygð þeirra, sem syrgðu sína dauðu; hann grét með þeim og huggaði þá, já hann upp- vakti dauða. (Sjá Jóh. 11, 17-44.) Fæðing mannsins er aftur á móti skoðuð sem gleðileg- ur viðburður, enda líkir frelsarinn sjálfur henni við þann dag, þegar hann at'tur muni sjá læri- sveina sína, þeim til mikillar gleði (Jóh, 16, 21. 22). Það er undir sérstaklega ólánlegum kringumstæðum, sem hægt er að álítá fæðing- una óhamingju og dauðann hamingju. E. J. Á. Hvernig eigum vér að halda hvíldar- daginn heilagan? »Haldið heilaga mína hvíldardaga til merkis um það sarrband, sem er á n-.illi mín og yðar sem það skal þekkjast af, að eg, drottinn, er yðar guð.« Esek. 20, 20. »Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, . .. þá muntu gleðjast í drotni.« Es. 58, 13. 14. Hvíldardagurinn er blessunarrík gjöf frá vorum himneska föður; einungis sá maður, sem sér þetta og viður- kennir það í trú, getur haldið hann réttilega. Sá maður, sem einungis af skyldurækni heldur sabbatsdaginn heil- agan, getur aldrei haft fulla blessun af því. »Eg gaf þeim mína hvíldar- daga«, segir drottinn. (Esek. 20, 12). En þegar guð þó einnig hefir boðið oss að halda þá helga, þá hefir hann gert þetta í kærleika og með hliðsjón til vorrar sönnu velferðar. Látum oss því stuttlega virða fyrir oss vilja hans viðvíkjandi hvíldardags- helgihaldi voru. Hvíldardagurinn, eins og allir aðrir dagar, er í guðs orði talinn frá sólar- lagi til sólarlags. Umhinn fyrsta dag,sem biblían nefnir, lesum vér: jpávarð kvöld og þá varð morgun hiinfyrsta dag.« 1. Mós. 1, 5. Kvöldið er talið fyrst, þar á eftir morgun og hinn Ijósi partur dagsins. Um einn af þeim dögum, sem á tíma Gamla - testamentisins voru skipaðir helgidagar, lesum vér: »Frá aftni til aftans skuluð þér halda þennan yðar hvíldardag.« 3. Mós. 23, 32. Og að þessi skilningur á byrjun og enda hvíldardagsins var vanalegur á dögum frelsarans, sést af Mark. 1, 21. 32. Eftir að hvíldardagurinn var liðinn, þ. e. a. s. þegar »kvöldið var komið og sól var runnin«, byrjuðu menn attur störf sín. Regar sagt er í guðs orði, að hvíld- ardaginn á að halda »frá aftni til aft- ans«, þá er það Ijóst, að allur dagur- inn tr heilagur. Ekkert mannavald hefir nokkurn rétt til þess að leyfa mönnum að vinna hvorki mikið né lítið á þeim degi, sem er skipaður hvíldardagur. Einungis einn hefir þetta veldi, og það er »konungur kon- unganna« og »drottinn drotnanna«. Hann hefir sagt, og hann hefir aldrei tekið orð sín aftur: f*á (á hinum sjöunda degi) skaltu ekkert verk vinna.« 2. Mós. 20, 10. »Sex daga skaltu vinna, en hvílast á hinum sjöunda degi; þá skaltu ekkert verk vinna, hvort sem heldur er plæingartími eða kornskera. 2. Mós. 34, 21; sbr. 2. Mós. ló, 23. Öl! ónauðsynleg verk ættu að leggj- ast niður á sabbatsdeginum. AAenn skulu vinna í sex daga, en sjöunda daginn er hátíðishvíld, helguð drotni; hver, sem vinnur á hvíldardeginum, skal láta líf sitt.« 2. Mós. 31, 15. En þótt guð ekki undir eins framkvæmi hegninguna, þá vitum vér, að hún samt muni verða framkvæmd, »því hann hefir fastsett dag, á hverjutn hann ætlar að dæma heimsbygðina (ekki einungis Gyðinga, heldur alla menn) með réttvísi af manni, sem hann hefir þar til kjörið, og gaf öllum fullvissu um það með því að reisa hann frá dauðurn.* Postg. 17, 31. Og þótt guð tali svo greinilega um, hver afleiðingin verður af því að brjóta hin réttvísu boð hans, þá er það þó ekki hræðslan, sem ætti að leiða oss til þess að vera honum hlýðnir. Hin rétta hvöt, sem ætti að leiða oss til

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.