Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 4
80 FRÆKORN Gleðilegt sumar, Svanlaug litla! svífi andi þinn, á svanavængjum trúarinnar upp í himininn. Gleðilegt sumar, gleðilegt sumar litH, Lárus minn! lárviður hinnar sönnu vizku prýði anda þinn. Gleðilegt sumar, Sigfríður litla, sumarblómið mitt! sakleysisins morgunroði krýni höfuð þitt.' S. Sveinsson. Drykkjumaðurinn. Á litla þorpið þétt við hafið bláa hinn þýði vorblær andar ljúft og hlýtt. Far skamt fyr’r ofan fjallið gnæfir frítt svo tignarlegt við himinfesting háa. í hafsins djúpi’ og ljósum fjallalindum hin ljúfa kvöidsól endurspeglast hreiu. En söngfuglarnir hoppa' á grein af grein. Og rósir skrýddar röðulgeisla-myndum nú hefja ljúft mót himinboga skærum sinn hreina faðm, sem glögt þær viti það, að sérhver ástgjöf kemur ofan að. — En gamall maður, hvítur fyrir hærum þar gengur fyrir hvers manns dyr, svo dapur, og dyrum öllum skelt er þá í lás; en úti fyrir heyrist rómur hás: „Það er bót í máli, aðblærinn er ei napur. Þið hædduð mig, er bað eg ásjár bleikur, og búið er mér hvílurúm í nótt á víðavangi. Harm skal bera hljótt, en sárast er að vera svona veikur. Á æskustöðvar fara vil eg fornar, þar fljótið rennur hægt um blómgan dal. í mjúkri laut, und heiðum himinsal eg dvel, í ljúfum draumi, þar til morgnar." Jafnt yfir hraun, sem blómagrundu bjarta þá bar hann viljans kraftur, unz hann sá hinn ljúfa dal og lygnu silungs á. Hann andvarpaði' af angurmæddu hjarta: „í þessum dal, við þessa bláu strauma mig þýðum örmum vafði ástríkt fljóð. Hér söng eg fyrst mín fegurst ástarljóð, og lifði mína Ijúfu æskudrauma. Já, það var hér, sem hana fyrst eg þekti, er hjarta sitt mér gaf, svo yndisleg. En hún varp skugga á minn æfiveg, því fánýt von og elskan blind mig blekti. í ástardraumi örmum mig hún vafði, sem um mig léki dúfuvængja-blak. En út í lífsins stjá og stímabrak nær komum við, hún ekkert eftir hafði af blíðu' og ást. Hvert orð af hennar munni og augnatillit var svo kalt og hart. Minn vonar-himinn huldi myrkur svart því hún var köld, sem heitast þó eg unni. Á vörum hennar dó hvert brosið blíða, og blessun ástarinnar hverfa hlaut. Eg aldrei síðan sólskinsdaga naut; en reyndi’ að bera’ í hljóði harminn stríða. Og heimilið, sem Eden var mér áður mér aldrei framar gleði véitti það; nú breyttist það í kaldan kvalastað. Þá varð minn andi örvaentingu háður. Eg löngum sat í svörtum drykkjuskála, að svala mér á þeirri eiturlind, er veldur bæði svívirðingu’ og synd. Og drykkjumannsins valdi’ eg veginn hála. Ó, hefði aðeins hún, sem rnest eg unni gjört heimilið að ljúfum sælustað, hvort mundi’ eg farið hafa heiman að á drykkjukró að bergja’ af eiturbrunni? Og hefði’ ’ún lagt um háls mér fríða arma, og hjartans ást, sem fyr, mér viljað tjá, hvort mundi’ eg hafa faðmað flösku þá og svolgrað vín að sefa mína harma ? Ef opnað okkar heimili og hjörtu við hefðum fyrir guði kærleikans, sem blóm mót sólu horft í trú til hans, við hefðum lifað lífi gleðibjörtu. Ó, hvað er eg að harma tíma genginn, þótt hafi’ eg sokkið djúpt og farið vilt? Hvert talað orð, hvert tækifæri spilt, og liðna æfi afturkallar enginn. Hér ligg eg aleinn, dæmdur drykkjumaður. Ó, dauði, dauði, tak mitt auma líf! Fyr’ mig er engin huggun, von né hlíf. Frá guði' og mönnum er eg útskúfaður." I græna laut hann lagði sig og stundi, og ljúfa hvíld í svefnsins örmum fann, unz morgunsólin milda kysti hann, um leið og vakti' ’ún blómin sín afblundi. Hann lilju, rós og fjólu fór að skoða, sem fögrum daggartárum grétu þar, svo himinskær og hrein, sem detnantar þau daggtár glitra’í mildum morgunroða. Þá andvarpaði öldungurinn hljóður: Það er sem standi gullnu letri skráð, á hverjum blómknapp, orðin: „elska", „náð".

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.