Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 6
82 FRÆKORN ,.Mamma. mér leiðist!“ Fyrir nokkurum árum heimsótti eg konu nokkura, sem eg ávalt hafði álitið hyggna húsmóður og móður barna sinna. Þeg- ar eg, eftir boði húsfreyju, hafði tekið mér sæti í daglegu stofunni, kemur lítill dreng- ur inn, hér um bil 7 ára gamall. Svipur drengsins bar vott um óánægju og þung- lyndi. »Æ, mamma, eg veit ekki, hvað eg á að gera!« segir drengurinn og hékk í kjól móður sinnar. Móðirin ýtti hon- um frá sér, og ávítaði hann fyrir að hrukka kjólinn sinn. Drengurinn fór þá óánægð- ur frá móður sinni, og hafði hönd á öllu í daglegu stofunni. Annað slagið ávítaði móðir hans hann fyrir handæði, oggerði sig svipþunga, en eigi leið á löngu, þar til drenghnokkinn fór aftur að hafa hönd á ýmsu í stofunni. Loks varð hann fyr- ir því óhappi að setja um koll blómstur- vasa; hann brotnaði, og vatnið, sem í honum var, skemdi nokkurar fallegar mynd- ir, sem húsfreyja átti. I bræði sinni rak móðirin drenginn sinn grátandi út úr stofunni, og mér er í minni hin ásak- andi grátrödd drengsins litla, er hann kallaði inn og sagði: »En það er líka leiðinlegt, mamma, að hafa ekkert til að gjöra í dag!« í öðru sinni var eg staddur á heimili, þar sem sonur húsmóðurinnar á svipuð- um aldri og hinn fyrnefndi bað móð- ur sína að segja sér, hvað hann ætti að gera. Eg bjóst við líku svari og áður. En sá kvíði brást. »Pú verður, drengur minn«, sagði hin hyggna móðir í vingjarnlegum róm, »að fá leyfi til að skoða í bréfa- körfu pabba þíns, og klippa smá-myndir úr blöðum sem þar eru; svo getur þú límt myndirnar í stýlabók, sem þú getur keypt hjá bóksölurnanninum fyrir þessa 10 aura. Beiddu Agústu um viðarkvoðu- flöskuna.« En sú gleði, sem lýsti sér í svip litla drengsins um leið og hann þakkaði mömmu sinni fyrir og tók til starfa! — Þegar eg fór, leit eg inn í barnastofuna og sá, að ráðið var ágætt gegn iðjuleysinu. Oli litli var að verki sínu með áhuga og var hreykinn yfir því, að hann hefði límt myndir á tvær síður á nýju bókinni sinni. Mæður! Hver þessara tveggja mæðra var hyggnari? Svarið liggur beint við. Látið því börnin ykkar ávalt hafa eitthvað fyrir stafni, ýmist létta, nytsama vinnu eða saklausar skemtanir, eftir því hvað bezt á við á hverjum tíma. Rau börn, sem alin eru upp í iðjuleysi, finna upp á ýms- um óknyttum, sem smámsaman verða að vana og undirrót ýmsra lasta á fullorð- insárunum. En þau börn, sem ávalt hafa eitthvað að starfa, eru glöð og ánægð og verða hlýðnari en hin. Þau fá áhuga á vinnu sinni, sem á fullorðinsárunum birtist í þrautseigri starfsemi og áhuga á nytsöm- um fyrirtækjum. (Þýtt úr dönsku). Arfurinn. Manni nokkurum var falið á hendur að yfirfara ýms skjöl, þar á meðal arfleiðslu- skjöl. Honum leiddist mjög að yfirfara skjölin, og lá við að uppgefast. En alt í einu fékk hann löngun til að lesa. Hann sá sitt eigið nafn ritað á eitt arfleiðsluskjalið, og sú uppgötvun, að hann sjálfur var I erfingi að stórri upphæð, breytti alveg skoðun hans á skjölunum, og las eftir það hverja setningu með nákvæmri íhug- un. »Já, vel er það skiljanlegt!« segir þú, »það hefði eg einnig gert«. En þú at- hugar máske ekki, að þú átt sjálfur arf- leiðsluskjal, þar sem sýnter svart á hvítu, að þér er lofaður arfur. Erfðaskjalið heitir biblía, Par er þér heitið arf, sem á að verða eign þín um alla eilífð. En þú verður að lesa þessa bók, og biðja um aðstoð guðs anda, svo þú getir til- einkað þér þá arftöku, er hún býður þér. (Þýtt.) LEIDRÉTTING. í sumum eintökum af þessu tbl. hefir þessi lína fallið úr á 1. bls„ 1. dálk, neðst: að deyja.« Og í blaðagrein einni kemst hún Kaupendur »Fræk.« í Reykjavík, sem skifta um verustað, eru beðnir um að tilkynna það á afgreiðslu blaðsins.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.