Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 3

Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 3
FRÆKORN 19 þess að hlýða sabbatsboðorði drottins, eins vel og hinum boðorðuuum, er kærleikurinn. Til guðs barna eru þessi blessuðu orð töluð: ^Rér hafið ekki fengið þrældómsanda aftur til hræðslu, heldur hafið þér fengið sonarlegan útvalningaranda, sem vérköllum í: Abba faðir.« Róm. 8, 15. Og þess vegna geta guðs börn sagt: »í því sýnir sig elskan til guðs, að vér höld- um hans boðorð, og hans boð- orð eru ekki þung.« 1. Jóh. 5, 3. Sá, sem er gagntekinn af anda kær- leikans, skiiur líka, að þegar guð í orði sínu talar um afleiðing syndar- innar, þá er einnig í því kærleikur hans opinberaður. Hann sér það að það er ekki harðneskja guðs, sem kemur því til leiðar, að afleiðing synd- arinnar verði dauði. Guð er kærleik- ur, og einmitt þess vegna getur hann ekki látið syndina vara við að eiiífu, og hver sá, sem gefur sig syndinni á vald, vdrður að taka þátt í afleiðing hennar. Rótt öll ónauðsynleg verk séu bönnuð, þá eru þó tii verk, sem bæði mega og eiga að gerast á hvíldar- dögum. Sabbatið er oss gefið til þess, að vér sérstaklega getum dýrkað guð; en guðsdýrkun þýðir meira en kirkjurækni og heimalestur. »Hrein og óflekkuð guðsdýrkun fyrir guði og föður er sú: að vitja munaðar- lausra og ekkna í þeirra þrengingu og varðveita sjálfan sig flekklausan frá heiminum.« Jak. 1, 27. Slík guðs- dýrkun á hvíldardegi er að vísu drotni þóknanleg.' Og frelsari vor hefir einnig gefið oss fyrirmynd í þessu. Satt er það, að vér lesum um hann, að hann gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, í samkunduhúsið og talaði um það, er heyrir guðs ríki til (Lúk. 4, 16), en líka lesum vér,að hann á hvíldardögum gerði öllum þeim gott, sem hann fann í nauðum stadda, og hann segir: Hvíldardag- urinn er orðinn til mannsins vegna.« Mark. 2, 27. »F*ess vegna er leyfilegt að gera það, sem gott er, á hvíldar- dögum.« Matt. 12, 12. Ef vér fylgjum dæmi frelsara vors í þessu, þá mun hvíldardagurinn verða oss hinn bless- unarríkasti dagur, þá munum vér hafa samfélag við vorn himneska föður og »gleðjast í honum«. Hið rétta helgihald sabbatsdagsins er þá fólgið í því, að vér leggjum niður alla vinnu og notum daginn til þess að dýrka og þjóna guði, eins og hann í orði sínu kennir oss að gera< Og ef vér í trú og kærleika viljum hlýða öllum boðorðum drottins, þá mun blessun hans í ríkum mæli verða oss veitt. Drottinn segir: »Blessaður muntu verða í borginni, blessaður á akrinum, blessast mun þér þinn lífs- ins ávöxtur, þinn jarðarávöxtur, ávöxt- ur þinnar hjarðar, ávöxtur þinna nauta og ávöxtur þinna sauða. Blessun mun fylgja þinni körfu og þínu brauð- trogi. Blessaður muntu verða í þín- um inngangi, og blessaður í þínum útgangi.« 5. Mqs. 28, 3 — 6. Já, gefi guð, að vér mættum verða taldir á meðal þeirra, sem meðtaka náð hans til þess að vera honum trúir og hlýðnir í öllu því, sem hann hefir oss boðið! Rá munum vér njóta blessunar hans hér og innan skamms tíma munum vér ónnganga í þá hvíld, sem er guðs fólki eftir- skilin.« Heb. 4, 9; kap. 10, 37. -------»♦»------- SUMARÓSKIR TIL BARNANNA. Oleðilegt sumar, gleðilegt sumar, ljúfa Lilja mín! liija hreinnar elsku, og gleði vaxi’ í sálu þín. Gleðilegt sumar, gleðilegt sumar, góða Rósa mín! guðhræðslunnar björtu rósir prýði sálu þín. Gleðilegt sumar, gleðilegt sumar, kæri Kristján minn! kristindómsins sólargeislar vermi anda þinn. Gleðilegt sumar, gleðiiegt sumar, litla Laufey mín! 'í laufsa! drottins miklu náðar blómgist sála þín.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.