Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.05.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 81 Það ersern blærinn hvísli: „Quð er góður." Sem daggvot blóm eg horfa vil í hæðir og hreinum tárum gráta, eins og barn. 'Að vísu er mitt hjarta katt sem hjarn; en himinsól guðs ástar ísinn bræðir. Eg bænaraugum lít mót himni hreinum, og heilög gleði fyllir mína önd. í drotni sæll eg dey, þó mannleg hönd ei hjúkri mér, né hlúi’að mínum beinum. Nú vil eg kveðja blíða blómadalinn, mitl brotna líkamshreysi' og jarðarlíf. Ur næturinnar dimma dróma’ eg svíf, í morgunroðans heiða himinsalinn." Á litla þorpið þétt við hafið bláa hinn fríði morgunvindur andar blítt. t>ar skamt fyr’ ofan fjallið gnæfir frítt, svo tignarlegt við himinfestíng háa. í árdagskyrð má heyra kluknahljóminn. Menn höfðu fundið gamlan drykkjumann, sem átti’ að jarða. Enginn syrgði hann; og enginn grét þann dag — nema döggvot blómin. S. Sveinsson. ------------------ Hinn trúi smaladrengur. Gerharð hafði þann starfa á hendi að gæta fjár; hann var viðfeldinn og góður drengur, en mjög fátækur. Einn dag, sem oftar, hélt hann hjörð sinni á beit í nánd við allmikinn skóg. Hann sér, að maður kemur fram úr skóginum. Það er veiðimaður. Hann kemur til Gerharðs og spyr: »Hvað er langt til næsta bæjar«? »Tvær mílur, herra minn,« svaraði Ger- harð, »en vegurinn er örmjór og óglögg- ur fjárstígur.« Veiðimaðurinn rendi auga til hins hlykkj- ótta vegar og sagði: »Drengur minn, eg er bæði svangur og þyrstur; eg viltist frá félögum mínum í skóginum. Yfirgefðu féð og fylgdu mér til bæja, því eg er ókunnur þessum vegi, og mun eg þér vel Iauna.« »Eg get ekki yfirgefið féð« svaraði Gerharð, það mun renna inn í skóginn, þar sem hætt er við, að úlfar eða ræn- ingjar grandi því.« »Hvað er um það?« spurði veiðimað- urinn, »þú átt ekki féð, og þó ein eða fleiri kindur týnist, mundi það ekki verða tilfinnanlegur skaði fyrir húsbónda þinn, en þér skal eg borga meiri upphæð, en hann borgar þér fyrir heilt ár.« »Eg get ekki farið, herra minn« svar- aði Gerharð mjög einbeittur. »Hús- bóndi minn borgar mér fyrir tímann og felur mér á hendur að gæta fjárins; ef eg nú seldi tímann, sem eg á ekki, og féð skyldi fyrir þá sök týnast, væri það hið sama sem eg hefði stolið því.« »Jæja«,sagði veiðimaðurinn, »viltuþáfela mér áhendurað vera hjá kindunum, meðan þú fer til borgarinnar og sækir mér mat og fylgdarmann? Fénu skal vera óhætt í gæzlu minni.« Drengurinn hristi höfuðið og svaraði: »Kindurnar þekkja ekki yðar raust og—« hér hikaði hann. »Nú hvað? Getur þú ekki reitt þig á mig«, spurði veiðim. »Virðist þér að eg muni vera óráðvandur maður.« »Herra, minn« svaraði drengurinn, »þér leitist við að koma mér til þess að vera ótrúr í starfi mínu, og brjóta það loforð, sem eg gaf húsbónda mínum; hvernig get eg þá ímyndað mér, að þér haldið loforð yðar við mig?« Veiðimaðurinn hló, því hann fann svo mikinn sannleika í svörum drengsins. »Eg sé« sagði hann, »að þú ert trúr og dyggur drengur, og mun slíkt mér lengi í minni loða. Vísaðu mér á rétta götu og ætla eg sjálfur að freista, hvort eg get ekki haldið henni.« Gerharð bað nú hinn svanga veiðimann að fá sér mat úr nestiskörfu sinni, þótt matarföngin væru fátækleg. Hann þygg- ur það, og snæðir með góðri lyst. I sama bili kemur alt veiðifélagið, sem veiðimaðurinn hafði skilist frá, fram úr skóginum, og sá Gerharð nú, sér til mestu undrunar, að þessi veiðimaður var eng- inn annar en hertoginn sem átti alt hér- aðið þar umhverfis. Hertoginn fann svo mikla geðþekkni í ráðvendni drengsins að hann, litlu seinna, tók hann til sín og útvegaði honum mentun á sinn kostnað. Gerharð litli varð síðar mikill og góð- kunnur maður, og var ávalt ráðvandur og hreinskilinn í orðum og athöfnum til dauðans. J. J. þýddi.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.