Frækorn - 20.07.1905, Síða 5
FRÆKORN
117
ALPAJÓMFRÚIN.
[Myndir þessar, og eins kvæðið, sem hér fer á eftir,
er úr hinni nýprentuðu bók eftir Quðmund Magnússon:
» Ferðaminningar «.]
Cvo töfrandi fríð, en svo tvíræð og köld,
— sem tízkusprundin á þessari öld,
sem hallast að skjalli og hóli —
hún unir við frægð sína, upphefð og völd
á Evrópu-fjallanna tignarstóli.
Hún skreytir sig geislum og skautar sér;
en skuggi blár yfir hvörmunum er,
sem laða, — um leið og þeir hræða.
En gullkögruð ský yfir brjósti hún ber,
sem bylgjast — sem viðsjállar hirðmeyjar
slæða.
En faldurinn hátt upp í heiðloftið nær.
Par hittast hinn norræni’ og suðræni blær
og leika sér, léttir í förum.
En gullinni slikju á gljúfrin slær,
sem glotta, með helbláum risavörum.
Sem steinrunnið sambland af yl og af ís
hún yfir dalina þóttaleg rís
og lokkandi lítur um veginn;
því titbeiðsla’ og aðdáun veit hún er vís
frá vötnunum tíðförnu beggja megin.
En járnbraut sig vindur upp hryggi og hné;
þar hrökkva björg og þar sprengjast vé,
því verið er viðjar að leggja.
Og bráðum öll dýrðin er föl gegn fé —
ogfærtþeim, sem vill upp til hæztu
eggja.
— En eg þekki hávaxin, herðabreið fjöll,
með hreinan svip og með skínandi mjöll;
þar markast ei mannspor á svelli.
Par lýta’ ekki hlekkir, þar líðast ei spjöll, —
þau lifa í meydóm’ til verðugrar elli.
Hverju biblían kom tll leiðar.
Prédikari nokkur, sem ferðaðist gegn
um afskekt hérað eitt, fékk færi á að heim-
sækja skósmið nokkurn og komast í sam-
ræðu við hann, meðan hann vann. Mað-
urinn var mjög óupplýstur, eins og aðrir
nábúar hans; en prédikarinn fann, að
hann var hugsandi maður, sem ekki var
ókunnugt um sitt andlega myrkur.
Hann talaði djarflega, og virtist glaður
yfir að hitta einhvern, sem gæti skilið
sig.
Hann sagðist finna sig bundinn og
fjötraðann, — hjálparlausan á sál og
sinni. — Qat gestur hans skrifað upp
nokkurt ráð, sem gæti bætt hið myrka
sálarástand hans?
»Eg sé hér einkaleifis-meðala-almanak,
sagði prédikarinn, »eg býst við þér séuð
læs.«
»Eg get lesið lítilsháttar, < svaraði skó-
smiðurinn.
»Og þér finnið engin af þeim meðöl-
um þar, sem þér óskið eftir? Hafið þér
aldrei fundið yður knúðan til að fara til
• biblíunnar, yður til uppfræðingar, upp-
! örfunar og hjálpar, þegar þér voruð beygð-