Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 3

Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN 3 orði, að þegar Jesús tekur við ríki ásamt sínum heilögu á hinni nýju jörð, þá mun þar ekki framar til vera dauði, harmur, vein né mæða. Pess vegna getur það ekki verið rétt að hinir óguðlegu hreppi óendanlegar kvalir. Guð gjörir alt nýtt. »Sá, sem á hásætinu sat, sagði: sjá, eg gjöri alt nýtt; hann sagði við mig: skrifaðu, að þessi orð eru trú- anleg og sönn.« Opinb. 21, 5. Ef að hinir óguðlegu væru á lífi, þegar guð gjörii alt nýtt, þá brigði þetta upp litlum vonarbjarma um það, að þeir einnig muni snúa sér til guðs og verða gjörðir nýir; en þar eð vér vitum, að hinir óguðlegu tortýnast með öllu og týna lífinu, þá hverfur með öllu slík tálvon. Mennirnir hafa gjört sig seka í tvennskonar öfgum, með því að leit- ast við að laga guðs orð eftir sínum eigin skoðunum, og báðar eru þær jafn rangar og fráhverfar guðs orði. 1) Ouð er góður og kærleiksríkur. Hann getur því eigi haft unun af að kvelja skepnur sínar endalaust. Ress vegna mun hann um síðir frelsa þær allar og veita þeim eilífa sælu. Fyrsta setningin er rétt; guð er góður og kærleiksríkur. Önnur setningin er það iíka. En ályktanin, sem af þeim er dregin, er röng með öllu; því guð *er réttlátur eigi síður en gæzkuríkur, þess vegna mun hann hegna með dauða öllum þeim, sem óhiýðnast hans lögmáli, því dauðinn er sú refs- ing, sem hann hefir ákveðið fyrir synd- ina. 2) Guð er gæzkuríkur og vill frelsá sinn lýð; en hans reiði hvílir yfir öllum þeim, sem syndga á móti honum. Ress vegna krefur hansrétt- læti, að hann þjái þá endalaust, og þeir munu aldrei deyja, heldur deyja dauða, sem ekki deyðir, verða etnir upp af ormum, sem ekki eyða, og brenna upp í eldi sem aldrei brennir þá upp. Fyrsta og önnur klausan eru hár- réttar. Guð er gæzkuríkur; og hans reiði er upptendruð gegn allri synd. En sú ályktun, sem þar af er dregin, er jafn röng og hin fyrri. Hún gjörir guð að lygara, því hann hefir sagt um þann óguðlega: »Hver sá maður sem syndgar, hann skal deyja. Skyldi hann lifa? nei, sá skal ekki !ifa.« Esek. 18, 4. 13. »Þeir, sem dánir eru, lifna ekki.« Es. 26, 14. »Laun syndarinn- ar er dauði.« Róm. 6, 23. »F*ví hver sem hygst að forða lífi sínu, mun því týna.« Mark. 8, 35. »Brennandi vandlæting, sem tortýná mun hinum þverbrotnu.« Heb. 10, 27. »Bindið það (illgresið) í knippi til að brennast.« Matt. 13, 30. »Guð er sannorður, en sárhver maður lygari « Róm. 3, 4. Kenningih um eilíft kvalalíf er al- gjörlega ósamkvæm guðs orði og eðli. Guð er í fylsta mæli kærleiks- ríkur, heilagur og ráttlátur, og hann mun ekki iáta þeim óhegnt sem syndg- ar móti honum; en hann er eigi síð- ur glöggsær og kærleiksríkur en rétt- látur; alt, sem hann gjörir, gjörir hann i vissum tilgangi. Vér skuluin því grenslast eftir, hvaða tilgangguð gæti haft með því að kvelja endalaust hina óguðlegu. Það eru aðeins þrjár getbárur sem hugsast geta möguleg- ar: 1) iJað er guði til vegsemdar og dýrðar. 2) Rað eykur á fögnuð og sælu hinna guðhræddu. 3) r’að er hinum óguðfegu sjálfum til gagns og góða. 1. Fyrsta setningin getur eigi ver- ið rétt, því guðs réttlæti heimtar eigi meira en dauða hins óguðlega; það væri líka í sannleika andstyggilegt að samlíkja guði við djöful, er hefir un- un af að kvelja umkomulitlar skepn- ur sínar, svo lengi sem kostur er á, Guð hefir líf þeirra í sinni hendi; hann getur deytt þá, þegar honum sýnist svo. Hann hefir sagt, að hann muni gjöra það. Ress vegna er þessi tilgáta eigi rétt. 2. Jafn gagnstætt er það, að það geti aukið á fögnuð og sælu hinna guðhræddu, því sá kærleikur, sem guð gróðursetur í hjörtum þeirra eykur á meðaumkun þeirra, og viðkvæmni, og guðs orð vottar, að þessi kærleikur muni aldrei réna. Krists kærieiki og friður mun sigra í hjörtum þeirra; og hans réttlæti mun styrkja þá, svo að þeir munu segja: »amen« uppáaftöku

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.