Frækorn - 04.01.1906, Qupperneq 6
'6 FRÆKORN
Miðvikudaginn 10. janúar.
Þjóðir og landsijórnendur.
Bæn fyrir konungum og stjórnend-
um, að þeir stjórni í ótta drottins,
leiti sannrar velferðar þegna sinna,
þjóni guði í valdastöðunni, og fái trúa
þjóna, líka Daníel. — Að drottinn
blessi ríki vort og land, og hjálpi til
að hatur og eigingirni, vantrú og
kæruleysi flýi land, en lifandi trú og
sönn ættjarðarást komi í staðinn. —
Að siðferðileg og réttlát itörf blómg-
ist, en spilling og kúgun þverri. Að
stjómir allra landa stundi samhuga
réttlæti, frið og velferð allra stétta.
Biblíuleskaftar: 1. Tím. 2, 1—4, 1.
Kon. 3, 7 — 10, Jer. 5,20-29, 2. Sam.
23, 1-5, Rómv. 13, 1-8.
Fimtudaginn 11. janúar.
Heiðingjatrúboð.
Rakkargjörb fyrirallablessun síðasta
árs og síðustu aldar, — fyrir það, að
ýmsar þjóðir vilja fúsar hlusta á fagn-
aðarerindið og eignast biblíur; fyrir
blessun þá, sem fagnaðarerindið hef-
ir flutt inn á heimili heiðingja ogMú
hameðstrúarmanna, og fyrir játningar-
hugrekki, sem mörgum veittist, er lið-
ið hafa fyrir Krist.
Bæn um fleiri verkamenn, karla og
konur, albúna til að hlýða skipun
drottins síns og fara í hans erindum
til endimarka jarðarinnar; um dýpri
ábyrgðar-tilfinningu einstaklingsins
gagnvart kristniboðsstarfi; um meiri
gjafmildi til þessarar greinar af guðs-
ríkisstarfinu; um stöðuglyndi hjá þeim,
er taka kristna trú og að þeir verði
áhugasamir í að útbreiða kristindóm-
inn meða! landa sinna. Bæn fyrir
öllum kristniboðum, sem komnir eru
til starfa, og fyrir læknatrúboðinu.
— Bæn fyrir Japan, Kína, Tibet, Ind-
landi, Arabíu, Tyrklandi og Afríku,
einkum fyrir Sudan og Nigeríu; fyr-
ir kaþólskum og heiðnum landshlut-
um í Norður- og Suður-Ameríku, Ind-
landseyjum, Kyrrahafseyjum og Ástra-
líu. — Bæn um að brátt megi koma I
fram hin mikla fyrirætlun drottins, að
taka frá heiminum »lýð eftir sínu
nafni« og öll jörðin fyllast af dýrð hans. |
Biblíuleskafiar: Sálm. 2, 67., 72,
8 — 11, Post. 10, 34 — 48, Rómv. 16,
25-27.
Föstudaginn 12. janúar.
Heimilin, uppeldisstofnanir og ceskulýðurinn.
Bæn um að heimilisrækt blómgist
í öllum kristnum löndum; að kenn-
ingar guðs orðs njóti sín bæði á heim-
ilum og í skólum um víða veröld.
Bæn fyrir skólum vorum æðri og lægri,
að efasemdirnar og vantrúin gagnvart
guðs orði , sem þar ber of mikið á,
megi hverfa, en í stað þess koma
trú og lotning, og að öll sönn menn-
ing dafni. Bæn fyrir sunnudagaskól-
um, biblíulestrum, allri starfsemi, sem
miðar að því að efla andlega velferð
æskumanna; fyrir öllum munaðar-
leysingjaheimilum ; fyrir K. F. U. M.
og K. F. U. K.; fyrir löndum vorum
erlendis. — Biblíuleskafíar: 5. Mós. 6,
4-9., 21, 12-13., l.Mós. 18, 17-19;
Matt. 18, 1-6., 19, 13-15., Efes. 6,
1-4.
Laugardaginn 13. janúar.
Heimatrúboð og Gyðingar.
Bæn fyrir kristniboði meðal Gyð-
inga í öllum löndum, að allir sannir
lærisveinar Krists elski það starf meira,
að heilög ritning, bæði gamla og nýja
testamentið, breiðist út, svo að augu
margra opnist, og þeir sjái, að Jesús
er Messías. Bæn um, að drottinn
blessi ríkulega alla heimatrúboðsstarf-
semi, bæði inn á við og út á við;
að guð leiði og blessi hverja tilraun
til að forða mönnum frá ofdrykkju
og öðrum löstum; að vellíðun og
bróðurandi blómgist meðal allra stétta;
að allar rangar kenningar hverfi. —
Biblíuleskaflar: Sak. 10, 9 — 19., 14,
20-21.; Mal. 3, 1—6.; Rómv, 10,
1-2., 11.; Post. 15, 13-18.; 27,
22-44.
Sunnudaginn 14. janúar.
Rœðutexti.
Sá, sem þetta vottar, segir: Já, eg
kem skjótt, amen. Kom, drottinn
Jesús! — Náðin drottins vors Jesú