Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Page 7

Frækorn - 04.01.1906, Page 7
FRÆKORN Krists veri með yður öllum. Arnen. - Opinb. 22, 20 — 21. Brot úr formálanum.; — Vér höfum beðið og vonað mörg undaníarin ár, en ekki séð von- ina rætast né bænheyrzluna nálgast, en nú heyrist um yfirfljótanlegt regn úr ýmsum áttum. Fregnir berast frá ýmsum löndum og héruðum um að fjaran sé hætt og flóðið sé byrjað. Droparnir hafa orðið að skúrum og skúrirnar úrðu »ríkulegt regn, sem þú 7 gafst, drottinn, og styrktir svo þreytta erfðafólkið þitt. (Sálm. 68, 9) Vér snúum oss því að bænrækninni með nýjum kjarki og áræði, endurnýjuð- um áhuga og von, já vér »stríðum í bænum«, Kol. 4, 12.), svo að ekkert geti stemt stigu fyrir blessun þeirri, sem nú er byrjuð, svo að lifandi söfn- uðir verði eitt hjarta og ein sál eins og á fyrstu tímum kristninnar (Postg. 4, 32.), svo að allur lýður drottins sækist eftir og þrái, að ríki hans út- breiðist og að Kristur komi brátt. — Páll Ólafsson skáld andaðist hér í bænum 23. des.M905. Hann var mjög farinn að heilsu, enda kominn undir áttrætt. Hann var fæddur 8. marz 1827.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.