Frækorn


Frækorn - 01.03.1906, Síða 2

Frækorn - 01.03.1906, Síða 2
66 FRÆKORN sem kalkið hefir verið höggvið og síðan brent, og svo veit hann, að eftir að það í -þessu ástandi hefir verið flutt á bygg" ingarstaðinn, hefir það verið slökkt og því næst haft til að líma múrsteinana í byggingunni saman. Hann getur enn- fremur bent á staðinn, þar sem tré þau, er þurftu til hússins, hafa verið feld. Hann fylgir þeim í huganum til sögun- ar-mylnunnar, þar sem þeim hefir verið flett í bjálka og borð, áður en þau voru flutt á sinn núverandi stað. Og loks sér hann erfiðismenn, smiði, múrara, timb- urmenn, og athugar með eigin augum, hvernig þeir — og engir aðrir en þeir - koma upp byggingunni af efni því, sem er fyrir höndum. Manninn, sem gjört hefir uppdráttinn af byggingunni og sameinar alla hina ýmiskonar krafta sína í eitt, sjálfan byggingar-meistarann, sér hann ekki. Ef nú þessi niaður ályktað' af því, sem hann þannig hefir séð með eigin augum, að enginn bygginga-meist- ari væri til, að tilvera hans væri ekk' annað en draumórar hjátrúarfullrar og ó' upplýstrar tíðar, er hlyti að hverfa eins og dögg fyrir sólu fyrir upplýsing vorra tíma, ef hann, þá er hann ætti að gjöra grein fyrir hinni kynlegu samverkan hinna mörgu ýmiskonar krafta, segði, að þessi samverkan væri tilviljan og ekki annað> þá hefðum vér þarna mynd af mörgum manni, sem á vorum dögum talar með regingi miklum í nafni mentunar þess- arar aldar, vísindanna og sannleikans, læt- ur blinda tiiviljun hafa myndað heiminn, ; og neitar þar af leiðandi tilveru guðs- Oss er það full kunnugt, að þetta er ekki annað en n jög einfaldur barnalær- ' dómur, en það er einmitt á honum, sem oss ríður fremur en öllu öðru. í þess- um einfalda barnalærdómi er langtum meiri sannleikur en því, sem vor öld kall- ar speki. — D. G. Monrad: „Úr heimi bœnarinnar. “ Andatrúin. Hvernig andarnir fá vald yfir líkamanum. Framh. Eftirfylgjandi spádóma, sem andar í Ohio spáðu 20. seft. 1860, og sem A. J. Davis gaf út á prenti, geta lesararnir sjálfir dæmt um, hvort ekki séu frádjöfl- inum að uppruna : 1. »A komanda vetri mun þingið lenda í bardaga, og blóðsúthellingar rtiunu verða.« 2. Þessi þjóð mun verða dauð, sem þjóð, fyrir 4. marz.« 3. »Framar fáum vér engan forseta. Sá, sem nú er (Buchanan) mun ekki sitja á stóli alveg út sinn tíma.« 4. »Sá, sem verður í kjöri mun fá meiri hluta atkvæða, en þó ekki verða kosinn. 5. »Kanada mun verða innlimað Banda- ríkjunum í Ameríku.« Svedenborg segir: ^Þegar maður talar við anda, verður maður að sjá að sér, að trúa engu þeirra orði, því að nálega alt, sem þeir segja, er þeirra eigin uppspuni, því að þeir eru lýgnir. Sé þeim leyft að segja nokkuð því viðvíkjandi, ljúga þeir svo ákaft, að hver maður hlýtur að undrast.* Bann- er of Light 20. marz 1869. The Crucible 25. apríl 1871 komst svo að orði: Andi getur ekki ætíð fengið miðil til að tala sannleika. Síðastliðin 10 ár hefi eg aflað mér ýmiskonar og mikillar reynzlu í þessu efni, og þá aðallega beint rann- sóknum mínum í sálfræðislega átt, en þessar rannsóknir mínar og reynzla hefir gjört mig færari til að íhuga fyrirbrigði andatrúarinnar með meiri skynsemi og ígrundun en áður, en jafnframt sannfært mig um óáreiðanleik hennar. Eg hefi komist að raun um, að þótt niaður gjöri sitt allra ýtrasta til að fá sannorðan mið- il, er það með öllu ómögulegt. Rað er

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.