Frækorn - 07.06.1906, Qupperneq 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 7. JÚNÍ 1906. 23. TBL.
Kærleiki Krists til föðursins.
Eftir dr. Torrey.
Framh.
Einfaldleiki lífsins.
Lesum sem dæmi upp á hvernigjesús
opinberaði kærleika sinn til föðursins,
Jóh. 5, 30. »Eg megna ekkert að gjöra
af sjálfum mér; eg dæmi sem eg heyri
og minn dómur er réttvís, því eg leita
ekki míns vilja, heldur vilja föðursins
sem sendi mig.« Hér er oss sagt, að
kærleiki Krists kom fram í því, að hann
leitaði föðursins vilja, hann ekki einung-
is gjörði hann, heldur var það einn og
sami tilgangur með alt starf hans og
alt hans líf, að leita og finna hvað væri
guðs vilji. Eins og mennirnir Ieita gulls
og fjármuna, eða gimsteina, eða nautna,
eða komast hátt í heiminum, þannig leit-
aði Kristur föðursins vilja — reyndi að
skilja hann til þess að geta framkvæmt
hann
Flettum upp Jóh. 5, 34. og 41. »Eg
tek ekki vitnisburð af mönnum, eg tek
ekki heiður af mönnum.« Jesús sýndi
kærleika sinn til föðursins í því að taka
ekki vitnisburð eða heiður af nokkrum
manni, — með að taka engan annan
vitnisburð en guðs, engan heiður nema
af guði. Hversu er ekki þetta ólíkt lífi
nútímans. Ef þessi eina hugsun fengi
fest rætur í hjörtum yðar, mundi hún
veita lífi yðar það, sem vér köllum ein-
faldleik.
Mikill rithöfundur hefir nýlega gefið
út bók, sem hann kallar »Einfaldleiki
Iífsins.« Þetta er ágæt yfirskrift. Bókina
sjálfa gef eg ekki mikið fyrir.
Jesú líf bar vott um sannan einfald-
leik. Hinn eini tilgangur þess var að
leita guðs vilja og svo að framkværua
hann. Sá eini, sem hann tók vitnisburð
og heiður af, var guð. Pað hafði enga
þýðingu fyrir hann hvað menn sögðu
um hann, þeir gátu vitnað með eða móti
honum, lofað hann eða lastað, það hafði
ekkert að segja, hann tók einungis inóti
heiðri af guði.
Mikill leyndardómur.
F*að er leyndardómurinn við líf í fullri
undirgefni. Ef þú lætur líf þitt stjórnast
af því, sem fólk hugsar, eða segir um
þig, muntu aldrei fá að reyna hvað veru-
legt líf í trú er.
Einn daginn er þér hrósað, annan dag-
inn ertu ásakaður. Beztu vinir þínir munu
fyr eða seinna snúast móti þér, ekki í
þeim tilgangi að gjöra þér rangt, heldur
blátt áfram af því, að vér misskiljum
hvorir aðra. Pað er enginn af lesendum
mínum, sem ekki hefir verið misskilinn
— misskilinn af góðviljuðum mönnum.
Sum af hinum beztu verkum, sem þú
hefir gjört, hafa menn eignað óhreinum
hvötum, af því þeir þektu ekki þá hugs-
un hjá þér, sem þau stjórnuðust af, og
þeir dæmdu þig hart. Meðan þú ert
háður því, sem menn segja um þig,