Frækorn


Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 1

Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 28. JÚNÍ 1906. 26. TBL. Hákon VII. Norogskonungur var krýndur með mikilli viðhöfn í Rránd- heimi 22. júní. Upphaflega var ætlast til, að krýningin færi fram 12. júlí, en Hákon kaus þann 22. júní, af því að ----£--;----------- — - í ' það var trúlofunar- og giftingar-dagur hans og drotningar hans, Maud Játvarðar- dóttur Englakonungs. Krýningin mun hafa verið mjög svo hátíðleg, af öllum hinum mikla viðbún- aði að dæma. Hinn mesti fjöldi af kon- unglegum útsendingum og ferðamönn- um hafa verið á ferð til gamla Rránd- heims þessa dagana, og um allan endi- langan Noreg hefir verið hátíðisbragur yfir fólkinu. Og það er ástæða til þess: Eftir 6 langar aldir er Noregur aftur orð- inn sjálfstætt konungsríki, og það er eins og nýtt líf og ný von færist yfir alla þjóðina. Mætti blessun drottins krýna bæði konung og drotning og Noregs land og þjóð! Krýndir Noregskonungar. Nú, er Noregur aftur hefir fengið sinn eigin konung, og hann krýndan, gæti það ef til vill verið vel til fallið að minn- ast áður krýndra Noregskonunga með ör- fáum orðum. Magnús Erlingsson var fyrsti krýndi konungur Noregs. Hann var krýndur í Björgvin árið 1163. Hann var ekki konungborinn, og faðir hans, Erlingur Skakki, ákvað að reyna að bæta úr þessu með því að láta hann krýna, og þar með festa hann betur í konungs- sætinu. Vígslan var í þá daga í miklum metum, en bann kirkjunnar óttaðist fólk- ið meir en alt annað ilt. Erlingur náði þó ekki þessari tígn til handa syni sín- um nema með miklum »fórnfæringutn« til kirkjunnar. Eysteinn erkibiskup Er- lendsson, byggingarmeistari dómkirkjunn- ar í Þrándheimi, tók það loforð 'af Er-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.