Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 4
204
FRÆKORN
kristins safnaðar, þá mundu eftir því, að
þú ert k minn þangað ekki að eins til
þess að neyta góðs, heldur líka til þess
að veita gott, til þess að starfaaf óeigin-
girni að heill safnaðarins og að frelsun
annara.
Alvara og kostgæfni er nauðsynleg.
Eftir E. G. Whiie.
Undir stjórn hins illa reyna þjónar
hans kappsamlega að fjölga tölu þeirra,
sem fót-troða guðs boðorð, og lands-
lögin styðja fráfallið. Til grundvallar
fyrir sérhverri hreifingu, sem miðar að
því, að upphefja leyndardóm ranglætis-
ins, liggur tilraun til þess, að fyrirlíta og
ónýta sannleika guðs og hans heilögu
skipanir.
Sumir reyna til þess að gjöra menn
háða mannasetningum. Er ekki tími til
kominn, að þeir, sem fylgja guðs orði,
standi sem sporgöngumenn Krists, í þeirrri
ábyrgðarmiklu stöðu, sem Kristur hefir
sett þá í ? I’egar þjónar syndarinnar,
hvattir af valdi hins illa, eru mjög ötulir
að vinna fyrir sitt málefni; skyldu þá
ekki þeir, sem standa með sannleika og
réttlæti, sýna alvöru og kostgæfni í starfi
sínu ?
Hvað gjörir það til, þó starfsmaður
drottins sé kallaður ofsafenginn. Þetta
er nafn, sem margur guðs þjónn hefir
orðið að bera. Vantrúarmenn hafasagt:
»Ef eg tryði því, sem þeir kristnu segjast
trúa, skyldi eg vera langt um kostgæfn-
ari en þeir eru.« Regar jafnvel vantrúað-
ir sjá í þeim, sem þeir kalla trúarofsa
fyrirmynd upp á kristinn mann, skyldum
vér þá ekki vilja af öllu hjarta vera
með guði, og kostgæfnir að starfa fyrir
hann ?
Endi þessa heims er nálægur. O, að
allir væru umkringdir og upplýstir af
guðs sannleiksljósi! Ó, að allir væru
leiddir af guðs anda! Guðs boðorð eru
fótum troðin og vald hins vonda dregur
heiminn á tálar.
Eigum vér ekki að gefa sjálfa oss
drotni, og alt, sem vér eigum, svo sálir
verði unnar fyrir Krist?
Pað er einungis skamt eftir af náðar-
límanum; á kærleikurinn til guðs og
hans sannleika að kólna í hjörtum vor-
um, á þessum síðasta tíma ? Eiga ljós
vor að dofna og deyja út, af því vér
höfum ekki olíu náðarinnar með, á ker-
um vorum?
Vér verðum að standa rösklega í því
stríði, sem vér höfum að heyja. En
vér skiljum ekki þessa baráttu og þýð-
ingu hennar eins og vér ættum að gjöra.
Öllu óvinarins veldi er stefnt móti þeim,
sem vilja stríða með guði.
En vér stríðum ekki einir. Allar himn-
anna hersveitir eru með okkur, og höfð-
inginn fyrir guðs her er leiðtogi vor.
Hann er hershöfðinginn, og þegar hann
leiðir her sinn út á stríðsvöllinn, heyrist
raust hans yfir hávaða stríðsins: »Verið
öruggir, eg hefi sigrað heiminn.« I.eið-
togi vor er sigurvegari. Pess vegna : á-
fram til sigurs!
Prestspróf.
Enskur prestur heimsfrægur segir
svo frá:
Eg var einusinni beðinn um að
prófa ungan mann, sem ætlaði að
verða prestur. Rað var mjög vel út
lítandi maður. Regar hann kom ti!
mín, sagði eg við hann:
^Rér ætlið yður að verða prestur.
Eruð þér trúaður?«
»Já, auðvitað er eg það. Foreldrar
mínir uppólu mig í kristindómi, og
eg er ekki vikinn af þeirri braut, sem
mér var kent að ganga.«