Frækorn - 28.06.1906, Blaðsíða 7
FRÆKRON
207
Heitið.
Theodór Árnason þýddi.
Fratnh.
Þegar eg þannig skælandi labbaði
heim, reiður í huga við alla þá, sem
höfðu gert mér þessa svívirðingu, út-
bjó eg hinar svívirðilegustu bollalegg-
ingar til handa bróðurmínum; á hin-
um drengjunum gat eg því miður ekki
hefnt mér. Það var skreytni, þótt að
eins lítill sannleiksarða væri á því, en
þannig hlaut það að hafa mest áhrif.
I þessu ástandi kom eg heim, og
vakti það auðvitað athygli, að eg kom
þannig skælandi heim, því eg skældi
viljandi eins hátt og eg gat. Faðir
minn kom út og tók á móti mér.
»Hvað gengur að þér? Hversvegna
ertu að skæla?*
»Rúðólfur barði mig, og kom öll-
um hinum strákunum til að sparka í
mig, og svo ráku þeir mig úr brekk-
unni, og börðu mig í sífellu svo eg
finn svo til.«
Eg hélt áfram að skæla eins hátt
og eg gat.
»Hvað gerðirðu honum«, spurði
faðir minn.
»Ekkert; eg bað hann aðeins að
lofa mér að renna mér eina ferð, og
þá barði hann mig svona!«
»Eg skal kenna honum að lifa «
Eg sá, hversu faðir minn reiddist,
og hversu blóðið steig honum til höf-
uðs. Hann trúði orðum mínum, og
það gladdi mig mjög, því nú vissi
eg, að bróðir minn mundi ekki kom-
ast klaklaust undan, og að eg mundi
fá hefnt. Þjónustustúlkan var send eftir
Riíðólfi og stundu síðar kom hann
með sleðann á bakinu. Faðir minn
kom á móti honum í ganginum og
sagði reiðulega:
»Komdu hérna inn, eg þarf að tala
við þig fáein orð.«
Síðan opnaði hann skrifstofudyr
einar ogýtti honum þangað inn, fór
sjálfur á eftir og tvílæsti hurðinni.
Frh.
g|r«ttir.
Auðugasti maður heimsins,
John D. Rockefeller, er nú á ferð í
Evrópu. Hann er svo ríkur, að tekjur
hans í eintómum rentum nema 5 krón-
um fyrir hverja sekúndu eða 432,000 kr-
um sólarhringinn, að því er danska blað-
ið »Politikes« skýrir frá 16. þ. m.
Blóðbað á Gyðingum
fór fram 13. þ. m. á Rúislandi í
Bjelostok. Fleiri hundruð Gyðingar voru
myrtir. Orsö1<in var sú, að Gyðingur
einn kastaði sprengikúlu inn í skrúð-
göngu, sem kaþólskir gengu við hátíð-
arhald. Af þessu urðu hinir kaþólsku
svo afar-reiðir, að þeir fóru að, eins og
sagt er: ofsóttu og drápu alla þá Gyð-
inga, er þeir gám náð til.
Svívirðingar á Jótlandi.
Á Jótlandi hafa nýlega verið framdir
þrír voða-glæpir. Maður nokkur að nafni
Thygesen svívirti 7 ára gamalt stúlkubarn
og veitti því síðan bana. — Annar glæp-
urinn var drýgður af vinnumanni í Skive
á Jótlandi. Hann svívirti vinnustúlku,
og þar á ofan tók hana af lífi. Hann
hafði stungið hana með hníf í brjóstið
og skorið á háls. Einnig hefir maðui
einhver hér um bil samtímis þröngvað
með valdi 66 ára gamalli konu til fylgju-
lags við sig. — Danska þjóðin er mjög
hrygg yfir þessunt dýrslegu ódáðaverk-
um, óttast, að þeim verði haldið áfram.