Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Blaðsíða 2

Frækorn - 27.09.1906, Blaðsíða 2
298 FRÆKORN óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að geta : dæmt rétt. Hvað á þá að segja um dagdómana, ' sem menn svo oft leyfa sér að fella hver um annan — og ekki aðeins um verk manna, heldur um mennina sjálfa? Hve afar-oft vantar þar ekki þekkingu um það eða þá, sem menn leyfa sér að dæma hinum hörðustu dómum? Veiztu, maður, hvað vörnunum líður? i Og hianstu eftir því, að það, sem ger- ist inn ; jósts hjá þeim, sem þú dæmir, það getur þú aldrei þekt til hlítar? Hverjar erú skoðanir mannsins á gjörð- : um hans sjálfs ? Veiztu, hverjar eru hvatirnar til verkanna sem þú dæmir? Svo lengi sem þú hefir eigi þekt þetta ; til botns, ertu ónýtur dómari og bezt að þú gjörir sem minst að því að dæma. En í stað þess að dæma, áttu að sýna umburðarlyndi við meðbræður þína, og ti! þess muntu finna margar góðar og gildar ástæður. Pegar vér tölum um andleg máleTni | og afskifti manna af þeim, er umburðar- lyndið ekki síður sjálfsagt. Sambandi mannsins við hinn eilífa guð er fyrst og fremst þannig varið, að eng- inn hefir rétt til að þrengja sér á milli hans og guðs. Milli mannsins og skap- ara hans iiggia þeir leyniþræðir, sem eru öðrum óviðkomandi. „Einn er meðal- gangarinn milli guðs og manna< ,. Jesús Kristur. Ekkerí er þvf sjálfsagðara en trúar- ! bragðafreisi. Rað er meðfæddur rétíur í hvers og eins manns. »Efeinhver heyr- ir mín orð og trúir þeirn ekki, þá dæmj eg hann samt ekki- , segir Jesús Kristur. Oll lög, sem meina mönnum fult og ótaktnarkað trúarfrelsi, er ;tví himin-hróp- andi ranglæti, gjörræði bæði gagnvarí manninum og skapara hans. Sannur kristindómur er og hefir ætíð verið umburðarlyndur. Hér skal egtaka fram eitt dæmi: Jóhannes, lærisveinn Jesú, sagði við eitt tækifæri við meistara ! sinn: »Vér sáum mann nokkurn, sem í þínu nafni rak út djöfla, og vér bönnuðum honurn það, þar hann ekki var í fylgd | með oss.« Lúk. 9, 49. En Jesús svarar: Bannið það ekki, því sá, sem ekki er móti yðúr, hann er með yður.« Út frá þessu sjónarmiði ætíu allir hinir kristnu trúflokkar að geta synt hvor öðr- um íult umburðarlyndi. Sannkristnum manni er það að eins gleðiefni, að sem ílestir starfa að því að leiða sáiir til drott- íns, og hinar ýmsu trúarbragðaskoðanir ættu ekki að geta gert kristna menn að óvinum. Vér skiljum allir „að eins að nokkru teyti“, og þess vegna ættum vér að umbera skoðanamuninn, og það, sem gerir menn að guðs börnum, er ekki það, að þeir allir skoði alla hluti á sama háít, eða játi margbrotnar trúarjátningar; bví að það er að eins ein trú, sem gild- ir hjá guði, og það er trúin á jesúm Krist,- Ef. 4, 5. Pgb. 13, 16. Kirkjurnar eru margar. En engin ein- asta er »hin sáluhjálplega kirkja <. Frels- arinn er ekki einhver kirkja, heldur er hann Jesús Kristur sjálfur. »Meðal manna gefst ekki nokkur annar undir himnin- um, fyrir hvers fulltingi oss sé ætlað hólpnum að verða_.« Pgb. 4, 12. Rá skulnm vér snúa oss að því að at- mga stúttlega, hvaða ástæðu þeir trú- flokkar, sem hér starfa-, geta haft ti! þess að sýna hve'" öðrurn umburðarlyndi. Framh. Innblástur ritningarinnar. Óhrekjii.ilesar sannanir fyrir bví, að bibl- ían er guðs orð. Eftir séra 0. A. Johnson, fyrverandi háskóiakennara í College View, Nebraska, U. S. A. Frh. Spádómarnir. Nú hef eg sagt yður það, áður en það kemur fram,, svo þér trúið því þegar það kemur fram. Jóh. 14, 29. ! biblíunni finnast margir spádóm- ar sem hafa uppfylst bókstaflega, og iæst með þvi óræk sönnun fyrir guðlegum innblástri ritningarinnar,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.