Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Blaðsíða 3

Frækorn - 27.09.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN 299 Vér skulum nú athuga nokkra af þessum spádómum. jesús kom í heiminn samkvæmt vitnisburði spádómanna. Það var sagt fyrir að Jesús mundi koma af Abra- hams niðjum, af Júda kynkvís! og af Davíðs ætt. i fyrsta kap. hjá Matt. er ættartala, sem sýnir, að jósef fóst- urfaðir jesú átti kyn sitt að rekja til Abrahams gegnum Júda og Davíð. í þriðja kap. hjá Lúkasi finnum vér ættartölu Maríu móður Jesú, alt til Adams og Evu, gegnum Abraham Júda og Davíð. Stjarnan, sem Bile- am spáði um, kom á réttum tíma til að upplýsa heiminn um það, að ísra- els »veldissproti«, ísraels konungur væri fæddur. 4. Mós. 24, 17. Matt. 2, 1 11. Hann var fæddur af meyj- unni í Betlehem eftir spádómunum. Es. 7, 14.; Matt. 1, 22 — 23.; Mika 5, 1. Matt. 2, 4 — 6.; Hann átti að verða svikinn af vini sínum og seldur fyrir 30 silfurpeninga. Sálm. 41, 10.; Jóh. 13, 18.; Sak. 11, 12.; Matt. 26, 14 15. Hann átíi að verða gegnumstung- inn með spjóti, Sak. 12, 10.; Jóh. 19, 34 — 37. Reir skyldu varpa hluíkesti um kirtil hans. Sálm. 22, 19.; Matt. 27, 35. Beir áttu ' að gefa honum edik, galli blandað til að drekka. Sálm. 69, 22. Matt. 27, 34. Hann átti að upprísa áður en líkami hans sæi rotn- un, á þriðja degi (því lægi þeir dauðu lengur í gröfinni þá byrjaðí rotnun- in. Jóh. 11. 39.) Lúk. 24, 46.; Sálm. 16, 10.; Pgb. 2, 24 32 Hann átti að stíga til himins og setjast við íöð ursins hægri hönd. Sálm. 110, L; Pgb. 2, 33 35. I þessum spádómum, sem fmnast í gamla testamentinu og urðu bókstaflega uppíyítir í jesú, við fyrri tiikomu hans, sjáum vér óræka sönnun fyrir innblástri gamla testa- mentisins. Pað kemur ekki til mála að nokkur annar í heiminuin hafi verið eða geti verið hinn sanni Mess. ías, því enginn hefir slík einkenni guðdómleikans, sem Jesús af Nazaret Framtíð Gyðinganna var aðal um- talsefnið hjá spámönnunum. Móses spáir óhamingju yfir Gyðinga sökum þeirra fráfalls, »Drottinn mun leiða þjóð eina móti þér úr fjarlægð, frá ! jarðarinnar enda er komi með arnar- flugi, hverrar tungumál þú ekki skil- 1 ur; það mun verða illúðleg þjóð, er ei mun gjöra greinarmun á hinum aldraða, og ekki vægja hinum unga, hún mun eyða ávexti þíns fénaðar, ! og þíns lands ávexti Pangað til hún er búin að gjöra útaf við þig. »Drottinn mun dreifa þér meðal alira þjóða, frá einu heimsskauti til annars . »Pú munt verða að viðundri, og al- mennilegu orðtaki og spotti meðal þess fólks, sem drottinn rekur þig til.« 5. Mós. 28, 49 51 64. 37. v. Daníe! spáir að þjóð hins næsta höfðingja mun borgina og helgidóm inn eyðileggja. Dati 9, 26. Jesús - segir: »Nær þér sjáið Jerúsalem um- kringda af herflokkum, þá vitið að i eyðilegging hennar er í nánd.« Lúk 21, 20. Hin illúðlega þjóð, sem kom frá fjariægu landi og hverrar tungu- mál ísrael ekki skildi, voru Rómverj- ar sem umkringdu og tóku jerúsal- em árið 70 e Kr. Meðan á umsátr- inu stóð var því spáð, að mæðurnar mundu eta börn sín, og þær gjörðu það. 5. Mós. 28, 53. 56. 57. (New- ton on the Prophecies; bls. 345. 346) Pá uppfyltust eiunig Jesú'orð: Æ, vesælar eru á þeim tíma konur þung- i aðar og þær sem börn hafa á brjosti. Matt. 24, 19. Jerúsalem varð gjörð að rústum og ekki var látinn steinn yfir steini standa sem ekki væri nið- i ur rifinn, Jesús sagði þetta fyrir í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.