Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Side 5

Frækorn - 27.09.1906, Side 5
FRÆKORN 301 Loks varð það rómverskt skattland, þar til Múhameðsmenn náðu því und- ir sig. Hin síðastliðnu 2,000 ár, hef- ir enginn verið innfæddur sem setið hefir á hásæti Egyptalands. Birchs History of Egypt, bls. 192; Ander- sons Manual of History bls. 21 og spádómur Ezekíels um, að enginn ! egypzkur höfðingi skal framar til vera hefir þannig bókstafega uppfylst. , Þetta er einnig sláandi dæmi upp á j innblástur spádómanna. Ró Egypta- land sé nú lítilfjörlegt ríki, sem ekki er stjórnað af innfæddum höfðingja, þá vitna hinir geysimiklu pýramídar, ! sfinxer, steinstólpar og myndastyttur skrautlegir hofaveggir og hofasúlur um mentun og listfengi liðna tfmans. Á öllu þessu sést óræk sönnun fyrir því, að guðs orð í spádómunum stendur óbifanlegt, meðan stórveldi heimsins líða undir lok og hin miklu verk þeirra falla saman í rústir. Framh. Vanræktu ekki frelsun þina. Eftir dr. Torrey. Bátur er úti í Nigarafljótinu, kippkorn fyrir ofan fossinn, nálægt Erievatninu, þar sem nálega enginn straumur er. Maður situr í bátnum, sem flyst seint áfram fyr- ir hinum hægt rennandi straumi. Oóð- ar árar eru í bátnum, maðurinn gæti tek- ið þær og róið móti straumnum, til vatns- ins, eða náð hverjum bakkanum sem hann vildi. Maðurinu situr kyr og lætur berast með straumnum, svo hægt í fyrstu, að því er varla veitt eftirtekt, en svo sí- felt hraðara þar til hann, áður en hann veit af er kominn út í stríðan straum rétt fyrir ofan fossinn og hraðar mót | honUm. Nú eru árarnar honum gagns- lausar; straumurinn er of harður, hann gæti ekki frelsað sig, þó hann vildi. Menn hafa staðið á bakkanum og séð hættuna sem hann var í. Þeir hafa | skundað niður bakkann og kastað til hans sterkum kaðli; hann kom í bátinn rétt fyrir fótum hans. Hvað þarf nú mað- urinn að gjöra til þess að frelsat? Alt sem hann þarf að gjöra er að grípa kað- alinn, þá yrði hann dreginn í land, eins og gjört hefir verið oftar en einu sinni á þessu fljóti. En hvað þarf hann að gjöra til þess að farast? Hann þarf ekki að taka árarnar til að róa móti straumn- um heldur ekki að kasta þeim útbyrðis. Hann þarf ekki að kasta sér út í fljótið. Alt sem hann þarf að gjöra er blátt á- fram, að taka ekki í kaðalinn, sem liggur fyrir framan hann, og straumurinn mun bera hann út í vissan dauða fram af fossbrúninni. Menn og konur, þetta er mynd af hverjum þeim, sem lifir án Krists; þér eruð á bát á hættulegum straumi og berist niður eftir afgrunni glötunarinnar. Enginn er fær um af eigin kröftum að grípa árarnar og róa móti þeim voða straumi. Enginn maður í heiminum getur frelsað sig sjálfur; en guð hefir séð hætt- una, og hefir í gleðiboðskap sonar síns kastað til þín björgunarkaðlinum. Hann hefir fallið niður fyrir fótum þér í kvöld. Alt, sem þú hefir að gjöra er það að taka móti honum, og hann mun örugt draga þig á land til hinnar dýrðlegu hafnar. En hvað er það þá sem þú þarft að gjöra til þess að glatast ? Þú þarft ekki að stökkva út í strauminn, róa á móti honum eða hliðra þér hjá að taka móti Kristi, heídur einungis vanrækja að gjöra nokkuð, og þessi voða straumur, sem þú þegar ert staddúr í, mun steypa þérfram yfir fossinn, í eilífa glötun og dauða. Maður nokkur rétti mér miða í dag; öðrum megin stóðu þessi orð: »Hvað á eg að gjöra til þess að frelsast?« Neð- anundir var skrifað svar guðs í Pgb. 16, 31. »Trúðu á drottinn Jesúm Krist, þá verður þú hólpinn.« Neðst á miðanum stóð: »Snú við.« Eg sneri miðanum við, hinum megin stóð spurningin : »Hvað á eg að gjöra til þess að glatast ?♦ Sem svar stóð þetta eina orð: »Ekkert!« »Ekkert!« Pú þarft ekkert að gjöra til þess að glatast, þú ert þegar á leið til þess, ogf ef þú ekki gjörir neitt við því og það fljótt, munt þú eilíflega glat-

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.