Frækorn - 27.09.1906, Qupperneq 8
304
FRÆKORN
gjöra hann það, sem hann nú var orð-
inn.
Hin alvarlegu orð: »Nei, ekki eilíf-
lega«, fylgdu mér hvert sem eg fór,
sagði hann, og mér fanst alt af það vera
málrómur móður minnar, sem talaði til
mín frá gröfinni. Eg iðraðist synda minna
og sneri mér til guðs. Það var líka það,
sem móðir mín óskaði svo innilega að
eg skyldi gjöra, og fyrir guðs náð hefi
eg fengið kraft til að standast freisting-
una og halda loforð mitt.
»Eg hef aldrei hugsað mér að fáein
vingjarnleg orð gæii haft svo mikil áhrif,«
sagði hún.
»Með guðs hjálp vil eg héðan af reyna
að uppörfa alla sorgmædda og þjáða,
sem eg mæti á lífsleiðinni.*
„Þar kemur draumamaðurinn:1
i. Mós. 37, 19.
Slíti saklaus syndarhelsi,
seiði og gynni spillingin,
þar til hann svo finni frelsi
falla lætur möttul sinn,
flæmdum dreTig af fósturláði
fláráð snót svo níðíst á:
mun ei spurt með hrópi’ og háði:
„Hver er draumaglópur sá?"
Varið yður, vondu bræður,
víðar hefndin á sér dyr,
sá kann verða sveinninn skæður
síðar meir þó „dreymdi" fyr.
Þá um grið á knjám þér knýið,
kallið: herra, mildur ver!
hljóðið upp, því hann ei flýið :
„Hann „sem dreymdi* kominn er!"
Kemur búinn skjöldungs skrúða,
skrýddur kyrtli Earaós,
silki-skikkja sveinsins prúða
sýnist ofin hitninrós.
Horfir fast á hrelda barma
horskur jarl með glott um kinn,
glaðnar svo með hýrahvarma:
„Hér er drauma-gortarinn."
Fríður sveinn með fagran þokka
fetar létt um Sikkems braut;
blærinn greiðir ljúflings lokka,
ljóma slær á kyrtils skaut.
Bræður hans, með grimmu glotti
geta að líta komumann,
segja hátt, með svika-spotti:
„Sjáum draumayortarann!"
Hver sem enn er hér í heimi
hlýðið barn víð föður sinn,
einkum sýnist önd hans dreymi
oft um Guð og himininn;
sá á víst hún veröld eigi
virðing stórri metur hann,
heldur margur. háðfugl segi:
„horfið þar á draumamann!"
Hver sem enn með bernsku bjarta
bræðra treystir gáska fjöld,
sýnir öllum alt sitt hjarta,
æskudraum og vonarskjöld;
honum óðar gröf er grafin,
grunar ekkert fáráðan,
fyr en svika-són er hafinn:
„Sjáið draumagrobbarann! “
„Skoðið, bræður, háa höllu,
hneigja mér ei kornbindin?
Sjáið tungl og sólarvöllu
silfri merkt á klæðnað minn.
Ottist ei, því arma breiðir
yður týndi bróðirinn,
og úr garði glaða leiðir
gamli draumamaðurinn."
Margur gæddur guðdómsljósi
grættur flýði borg og lönd,
er með sæmd og sigurhrósi
síðar steig á fósturströnd;
háði leiddur heims á vegi
heiman einn á brautu rann,
sigldi heim á svásu fleyi
„Sjá, hinn mikla draumamann!"
Loksins sézt frá sólarstorðum
svífa fram með dýrðarskraut
hann sem blindir bræður forðum
buðu spott og kvala þraut.
Eltir þjóð með þjóst og spotti
þyrnikrýnda guðssoninn,
hrópar „blóð" með blindu glotti:
„Burt með draumakonunginn! "