Frækorn - 27.09.1906, Síða 11
FRÆKORN 307
sjálfs hans er — »vitlaust' Hann
ætlar sér að segja; »Fyrsta skilyrði* o.
s. frv., en úr því verðtir: Æyrsti skil-
yrði« o. s. frv.
I næstu setningu kemur þessj ýkja-
staðhæfing, sem líklega flestir (nema ing-
ólfur) skilji að sé talsvert bogin :
»Meðal mentaþjóða erlendis er þetta
(um sæmilegt ritmál) svo skýlaust viður-
kent, að engum dettur í hug að bjóða
nokkra bók, sem ekki sé rituð* með réttu
orðfæri.
En »víðar er pottur brotinn*, en á
íslandi Rað er ekki heldur alt gu!l-gott
mál, sem prentað er annarstaðar í heimi.
í öllum heimsins löndum eru menn ó-
fullkomnir, og það i málfræði sem öðru,
og máliýtin koma víða fyrir.
Svona rétt af handahófi skulum vér
nefna tvö dæmi:
Esaias Tegnér var í sinni ííð mjög oft
ávítaður fyrir það að skrifa mjög léiegt
mál, og sama er að segja um Björn-
stjerni Björnsson. Og fleiri merkir rit-
höfundar hafa orðið að heyra slíka
dóma.
»Ingólfur« heldur þeirri röngu kenn-
ingu fram, að alt sé komið undir því,
að málið sé vel ritað. Rað er hjá hon-
um »fyrsta skilyrðið- og fyrsti kostur-
inn< . Efnið er aukaatriði.
En þótt það sé mjög mikiisvert, að
ritmálið sé gott og vandað, þá er það
samt ekki hið mikilsverðasta í bókment-
unum.
»Ingólfur« fær aldrei fjöldann með
sér í því, að það skifti litlu, hvaða mark-
leysur séu prentaðar og útgefnar, bara
málið á þeim sé óaðfinnanlegt. Líkam-
inn er meiri en fötin, og efnið meira en
búningurinn.
Ef um tvent er að velja — lélegt efni
í fögrum búningi eða: ágætt efni í lé-
legum búningi, þá er hið síðara ákjós-
anlegra. Og verður kosið. — En bezt
er, að bæði efni og búmngur sé sem
vandaðast.
Og ekki viijum vér draga úr lofsvo.rð-
um áhuga Ingólfs*.
En heilbrigð skynsemi ætti helst að
vera samfara áhuganum
Bækur og rit.
Jón Trausti: Halla. Söguþœttir úr sveita-
lífinu. Útg. Arinbjörn Sveinbjarnar-
son og Þorsteinn Qíslason. Rvík
1906.
'jón Trausti er gerfinafn, og au.ð-
sætt er á bókinni, að það er spánnýr
íslenzkur skáldsagna-höfundur, sem
með útkomu þessarar bókar er upp-
risinn á meðal vor, því að bókin er
sérkennileg meðal islenzkra bóka.
íslenzkar bókmentir eru fátækar mjög
að skáldsögum, og sérstakiega eru
| frumsömdu sögurnar fáar og lítilfjör-
legar. Síðustu árin hefir ýmislegt út-
lent skáldsagnarusl verið þýtt á ís-
lenzku og gefið út í gróða skyni, og
slíkt rus! selst oft alt of vel - því
miður.
Það er því skemtilegt að fá íslenzka
skáldsögu eins og Höllu .
Góð skáldsaga inniheldur sanna lýs-
ingu á mannlífinu, og tilgangur henn-
ar er tvennskonar: 1) að skemta les-
endunum og 2) að gefa þeim til-
efni til alvarlegra umhugsana, til að
safna lærdómum fyrir lífið. Af öllu
því, sem ritað er og prentað, hafa
sögubókmentirnar lang-mest áhrif til
góðs eða tii ills. Siðspillandi skáld-
sögur eru eitt af átumeinum vorra
tíma, og ótakmörkuð eru áhrif þeirra.
»Halla« er fremur góð skáldsaga.
Rað, sem hún dregur fram af íslenzku
sveitalífi, er þannig úr garði gert, að