Frækorn - 27.09.1906, Side 13
FRÆKORN
309
farið er stjórninni í Vashington að
lítast illa á blikuna Leiðangursvið-
búnaði er sagt að fullu lokið. Áð-
stoðarforingi herstjórnarráðsins fyrir
landher Bandamanna kvaddur heim í
skyndi frá Lundúnum. Enn segja
allra nýjustu fréttir, að þeir Taft og
Bacon séu orðnir nærri úrkulavonar
um að geta jafnað málum á Kuba án
íhlutunar Roosevelts forseta, en hann
hefir lagt fyrir þá Taft að gera sitt
ítrasta heldur en að því reki. Ekki
er borið á móti því, að íhlutun Banda-
ríkja hljóti að fylgja drottinvald yfir
Kuba.
I. C. Poestion um ísland.
I. C. Poestion ríkisráð segir í við-
tali við danskan blaðamann, er hitti
hann að máli í Danmörku á heimleið
héðan: >>.... ísland er að mörgu
leyti fyrirmyndarland; þar er enginn
stórmunur á kjörum manna, engin
sérleg fátækt til, og ekki heldur nein
auðsöfn í einstakra manna höndum.
Öreigalýðurinn, sem er plága margra
hinna stóru landa, er þar ekki til. Og
þar eru engir þjófar; ráðvendnin er
þjóðareinkenni. — Pótt skólaskipun-
inni sé mjög áfátt, er þjóðin vel
að sér. Og svo er það líka skáld-
gefin þjóð. Bændurnir uppi í sveií-
unum lesa gömlu sögurnar og skrifa
greinar í blöðin, góðar greinar. Peir
standa að mörgu leyti framar þýzkum
og austurrískum bændum. Eg hafði
mikla ánægju af að kynnast þeim.«
Slysfarir.
Hraðlestin skozka frá Lundúnum að
kvöldi þess 24. þ. m. steyptist út af
brautarhleðslu hjá Grantham (í miðju
landi, Englandi). Par fengu 13 manns
bana og 16 stórmeiddust. Enginn
yeit hvað valdið hefir. Sumir segja
að lestarstjóri hafi orðið brjálaður
skyndilega.
Landsbókasafnið nýja.
Byrjað er á því fyrir nokkru, á Arnar-
hólstúni miðju, norðan við Hverfis-
götu, veggir komnir langt upp úr
jörðu, úr steinsteypu. Pó var kallað
að lagður væri undir það hyrningar-
steinn sunnudaginn var. En það var
raunar undirstaða undir riðið við höf-
uðdyr hússins. Pað gerði ráðgjafinn,
að dæmi þjóðhöfðingja erlendi (keis-
ara og konunga), sletti kaiki milli
steina o. s. frv. utan um blýstokk, er
geymir fáorða skýrslu um hvenær
húsið hafi reist verið, og af hverjum,
ásamt sýnishorni af þá gildandi pen-
ingum — hér voru látnir í stokkinn
allir íslenzkir seðlar, sem nú eru í
gildi. Ræðu flutti ráðgjafinn, aðallega
sögu landsbókasafnsins, og kvæði var
sungið, eftir Porstein Erlingsson.
Bókaverzlun Guöm. Gamalíelssonaró
Innan skamms koma þessar bækur út og fást hjá bóksölum um land alt áður
en langt um líður.
Arne Garborg: Huliðsheimar (Haugtussa), B. J. frá Vogi þýddi. Vin-
sælasta bók í Noregi.
Ágúst Bjarnason: Nitjánda öldin. Nauðsynleg bók fyrir livern fróð-
Ipiksgjarnan mann.
Pétur Zophoníasson: Kenslubók í skák. Hver og einn á að geta
lært tilsagnarlaust að tefla af bókinni.
Jónas Helgason: Kirkjusöngsbók, aukin og endurbætt af Sigfúsi Einars-
syni tónskáld.