Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 5
FRÆKORN
129
Þorbjargar Sveinsdóttur, 100 kr. til
iíkneskis íngólfs Arnarsonar landnáms-
manns, 100 kr. í samskotasjóð handa
ekkjum drukknaðrað manna o. m. fl.
4 ársrit hefir félagið gefið út, og
sömuleiðis »Kúguri kvenna«, eftir Jón
Stuart Mill, það v^r gjört á fyrstu
árum félagsins, eitt hefti á ári, en
peninga vantaði til þess að halda því
áfram, nema þá að engu öðru væri sint.
Nú hefir félagið í annað sinn lagt
út í að safna undirskriftum undir á-
skorun um jafnrétti kvenna og ætlar
að senda þær til þingsins í sumar í
þeirri von, að nú gangi betur. Félag-
hefir fyrir satt að allir flokkar séumál-
inu hlyntir, vilji styðja það og leggja
því liðsyrði.
Eins og sjá má á ofanrituðu, hefir
kvenfélagið haft með höndum ýms
þarfleg mál, og framkvæmdir orðið
meiri en algengt er hjá elnalitlum fé-
lögum. (Úr Ingólfi).
----------------
Qygða-gullið.
Þú gullið heims, er glampa slær á
bygðir
þig glaðir prísa vitringanna fjöld,
en samt þú aldrei syndir af þér dygðir
þó sértu lofað fram á þetta kvöld.
En annað gull er æðst í þessum heimi
að inna satt, og breyta jafnan vel.
Það er hið besta guðs í víðum geimi
frá grunni hafs, og upp í sólarhvel.
Vor guð mun aldrei meta mikils skartið
er manninn skreytir ytra, — íánýtt prjál.
Um efnaleysi ei við drottinn kvartið
en að eins biðjið hann um nýja sál,
þá sál er elskar alt hið góða og fagra
og að eins drottni gefur hjarta sitt.
I’á sál er eigi girnist gullið magra,
er gyllir að eins holdið veika þitt.
Ó, biðjið guð með gleði sanna’ í
hjarta
og göfgið hann, og talið sannleikann,
og látið trúai ljósið fagra’ og bjarta,
leiða ykkur föðurs heim í rann ;
því þá mun himna-herrans náðin góða
með hreinu dygða-gulli skreyta þig
og það vill hann öllum mönnum bjóða
sem á hann trúa’ og ganga hans á veg.
C 0. H.
Veslings Fanny.
(Framh.)
Hún lét reisa langan stiga upp að
gluggaium, og sendi þjón upp til
að vita, hvort þessu væri þannig varið.
Til allrar hamingju hafði giugginn
staðið opinn, voru því dyrnar strax
opnaðar innan frá. Stúlkurnar voru
gagnteknar af skelfingu, þegar for-
stöðukonan tók hana upp og lagði
hana i rúmið. Hún hafði fengið á-
kafan krampa. Læknir var strax sótt-
ur; en þegar krampanum linti, leyndi
sér ekki, að hún var búin að fá á-
kafa hitasótt, og læknirinn sagði, að
þ°ð væri ekki um að viliast, að sjúk-
dómurinn væri heilabólga. Rað er
ómögulegt að lýsa því, hversu stúlk-
urnar skömmuðust sín, og hvílíka
skelfing og samvizkukvöl þær urðu
að líða. Rær skorti djörfung til að
kannast við yfirsjón sína, en voru
mjög oft á gangi fyrir framan sjúkra-
herbergið og buðu fram hjálp sína.
Þær langaði til, á einn eða annan
hátt, að bæta fyrir brot sitt, en það
var árangurslaust. Nálægð þeirra
hafði óþægileg áhrif á sjúklinginn,
svo þær voru sendar ^urt.
Dagarnir liðu hver eftir annan og
hún lá með óráði, Litla skinntaskan
var rannsökuð til þess, ef mögulegt