Frækorn - 05.05.1907, Page 1
VIII. ÁRG. REYKJAVÍK, 5. MAÍ 1907. 18. TBL.
Heilbrigði.
Eftir E. Q. White.
Viðrétting heilbrigðinnar er eitt með-
alið, sem á að undirbúa guðs börn
til að mæta frammi fyrir mannsins
syni, þegar hann opinberast. Jóhann-
es skírari gekk fram í Elíasar anda
og krafti, til að undirbúa drotni veg,
og snúa fólkinu til sinnisbetrunar.
Hann var fyrirmynd þess fólks, sem
guð á hinum síðustu dögum hefir
trúað fyrir þeim heilaga sannleika,
sem hann vill láta boða öllum mönn-
um, og þannig undirbúa þá fyrir end-
urkomu Krists.
Jóhannes var siðbótamaður. Eng-
illinn Gabríel, sem kom niður af himni,
prédikaði heilbrigðis-reglur fyrir föður
og móður Jóhannesar. Hann sagði,
að Jóhannes skyldi ekki drekka vín
eða sterkan drykk og að hann skyldi
alt í frá móðurlífi fyllast heilögum
anda.
Jóhannes skildi sig frá vinum sín-
um og frá öllu óhófsömu lífi. Klæðn-
aður hans af úlfaldahárum var eins
og áminning til prestanna og Gyð-
ingaþjóðarinnar í heild sinni fyrir ó-
hóf þeirra og prjál. Fæði hans, sem
var engisprettur og skógar'nunang,
var áminning til fólksins fyrir það ó-
hóf, sem drotnaði hjá því.
Spámaöurinn Malakías segir: >Sjá,
eg sendi yður spámanninn Elías, áð-
ur en kemur hinn rnikli og hræðilegi
dagur drottins. Hann skal snúa hjört-
um feðranna til barnanna, og barn-
anna til feðranna.« Hér lýsir spá-
maðurinn tilgangi starfsins. Reir,
sem eiga að búa fóikið undir endur-
komu Krists, eru táknmyndaðir með
hinum trúa Elíasi; eins kom og Jó-
hannes í Elíasar anda og krafti til að
greiða veginn áður en Kristur kom í
fyrra skiftið. Siðbót skal vera hið
stóra málefni sem lagt verður fyrir
alþýðuna. Hófsemi í öllum hlutum
á að vera samfara boðskapnum, til
að snúa guðs fólki burt frá skurð-
goðadýrkun, sællífi og óhófi- í klæða-
burði o. fl. Sú sjálfsafneitun, auð-
mýkt og bindindi, sem guð heimtaði
af sínum heilögu, er hann á sérstak-
an hátt stjórnaði og veitti blessun
sína, á að koma fram hjá guðs fólki,
gagnstætt þeirri stjórnleysisvenju, sem
ersvo almenn nú á tímum. Guð hefir
sýnt; að viðrétting heilbrigðinnar er
í eins nánu sambandi við boðskap
drottins á vorri tíð, eins og hendin
er samtengd líkamanum Og hvergi
geta menn fundið meiri orsök til and-
legrar og likamlegrar spillingar held-
ur en einmitt vanrækslu í þessu efni.
Pað er stór synd að láta stjórnast
af fýsnum sínum, og loka augwnum
fyrir Ijósinu, af ótta fyrir, að menn
finni hjá sér syndsamlega siði, sem
þeir ekki vilja sleppa. Sá, sem í einu