Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 5

Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 5
PRÆKORN 241 7. Gættu þín fyrir hinum fyrstu von- brigðum. 8. Talaðu í þýðum málrómi. 9. Vendu þig að tala vingjarnleg og þægileg orð, hve nær sem tækifæri býðst. 10. Lærðu að þekkja lundarfar ann- ara og sýndu þeim hluttekningu í erfið- leikum þeirra, hversu litlir sem þeir eru. 11. Vanræktu ekki að framkvæma smá viðvik, ef þau á nokkurn hátt geta orðið til ánægju. 12. Vertu ekki einrænn og dutlunga- fullur og ekki síkvartandi. 13. Lærðu að sýna sjálfsafneitun og meta aðra meir en sjálfan þig. 14. Gættu þín fyrir þeim, sem ganga hús úr húsi með slúður og sletta sér sí- felt fram í annara málefni. 15. Asakaðu aldrei aðra fyrir að hafa gjört eitthvað af illum hvötum, ef mögu- legt er að hugsa sér góðan tilgang. 16. Vertu vingjarnlegur en ákveðinn gagnvart börnunum. 17. Leyfðu ekki börnum þínum að vera burtu frá heimilinu að kvöldinu, nema þú vitir, hvar þau eru. 18. Láttu börnin ekki hafa of mikla vasapeninga. 19. Mundu eftir] dauðanum og dóm- inum og hagaðu þér þannig í heiminum, að þú getir haft vissa von um bústað á himnum. -------*♦*------- Fagrir siöir. Það var einu sinni um vorið síðari hluta dags, að Horace B. Qaflin, ríkur kaupmaður í New-york, sat á einkaskrifstofu sinni. Rað var barið að dyrum og ung- ur maður fölur og þreytulegur gekk inn eins og með hálfum huga. >Hr. Claflin,« sagði hann, »eg þarfnast hjálpar, eg get ekki borgað kröfur þær, sem til mín eru gjörðar nú sem stendur. Sumir af viðskiftamönnum mínum hafa ekki haldið orð sín, og þannig steypt mér í vandræði. Eg vildi gjarna fálánaða 10,000 dollara Eg kem til yðar af því þér voruð vinur föður míns, og eg hugsaði að yður væri máske líka vel til mín«. »Komið nær, sagði Claflin, »má eg bjóða yður eitt glas af víni?« »Nei, þakka yður fyrir,« svaraði ungi maðurinn, »eg drekk ekki áfengi.« >Viljið þér þá vindil?« »Nei, þökk fyrir, eg reyki ekki«, »Jæja,« sagði kaupmaðurinn, »eg hefði gjarnan viljað hjálpa yður, en egheldeg geti það ekki.« »Rá er ekki meira að tala um það,« sagði ungi maðurinn og bjóst til að fara. »Eg hugsaði máske þér gætuð hjálpað mér, herra minn, Góða nótt. »Bíðið svolítið,« sagði Claflin. »Rér drekkið ekki?« »Nei.« »Og reykið heldur ekki?« ■ »Nei«. »Spilið þér heldur ekki á spil eða neitt slíkt?« »Nei, herra minn, eg stend fyrir sunnu- dagaskóla. »það er gott,« sagði Claflin með tárin í augunum. »Rér getið fengið þrefalt meiri peninga ef þér viljið. Faðir yðar lánaði mér einu sinni 5,000 dollara, og hann lagði fyrir mig sömu spurningarnar. Hann lánaði mér, og eg vil lána yður og óska ekki eftir þakklæti fyrir. Eg er skyldugur til þess fyrir hjálpsemi föður yðar við mig. -------»♦*■------ í næsta tbl. Frækorna kemur gull- fallegt enskt sönglag með íslenzkum texta.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.