Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 7
FRÆKORN
243
og þeir sáu hann fara til himins;það
kennir oss að, hið fyrsta, sem hinn
væntandi skari fær að sjá, verður ský
— eflaust myndað af dýrð englanna.
Allir munu sjá frelsarann, þegar hann
þá opinberast, »hvert auga«. Sumir
munu þola þá dýrðarsjón, en aðrir
fela sig í fylgsnum og hellum. Op.
6, 16. Hann kemur í þrefaldri: dýrð
föðursins, sinni eigin og englanna.
Englarnir eru með sem uppskeru-
menn til að safna saman hinum þrosk-
aða ávexti, því það er herra uppsker-
unnar, sem kemur með bitran Ijá í
hendi sér. Op. 14, 14, —16.
Hvað skeður, þegar hann kemur?
1. Tess. 4, 13, —18.; 1. Kor. 15,
51.-55.; Matt. 13, 39.-43.; Jóh. 5,
28. 29.
Jesús kemur ekki með þögn og
kyrð, hann kemur með ákalli, höfuð-
engils raust og guðs lúðri; híminn og
jörð munu leika á reiðiskjálfi (Es. 13,
13.), fjöllin titra, grafirnar opnast, og
hinir dauðu upprísa — þeir sem dán-
ir eru í trúnni á Krist. Dauðinn get-
ur ekki haldið þeim í fjötrum sínum,
sem hafa reitt sig á hann, sem er
»upprisan og lífið.« Með fagnaðar-
ópið á vörunum: »Dauði, hvar er
þinn broddur, hel, hvarer þinn sigur?<
rísa þeir upp frá gröfum sínum og
sjá sinn elskaða drottin og frelsara
augliti til auglitis.
Peir, sem upprísa úr gröfunum,
íklæðast ódauðlegum, óforgengileg-
um líkama, og til sömu dýrðar um-
breytast þeir, sem lifa á jörðunni við
endurkomu Krists, allir þeir, sem eru
undirbúnir að mæta honum. Retta
skeður »í vetfangi« áaugabragði við
hinn síðasta lúðursþyt, því lúðurinn j
mun gella og, hinir dauðu upprísa ]
óforgengilegir en vér umbreytast«:
(1. Kor. 15, 52.)
Sú dýrð, sem er gleði og lífgjöf
fyrir hina réttlátu, er eyðandi eldur
fyrir hina óguðlegu. »Hver er sá
meðal vor, sem búa megi við brenn-
andi eld? Hver af oss getur búið
hjá eilífum glóðum?« verður óp hinna
ógæfusömu (Es. 33, 14.; 2. Tess. 1,
6.-8.).
Regar raust höfuðengilsins hljómar
svo fagurt í eyrum hinna réttlátu, mun
hún hljóma sem þruma í eyrum synd-
arans, þeir verða gagnteknir af ótta
og skelfingu; engin gjá verður nógu
djúp, engi m hellir nógu dimmur til
að hylja þá »fyrir ásjónu þess, sem
á stólnum situr og fyrir reiði lambs-
ins.« Op. 6, 16. Dauðinn verður
hlutskifti þeirra.
Hvað verður um hina re'ttlátu?
Reir, sem upprísa af gröfunum í
þessari fyrri upprisu, og eins þeir,
sem þá verða hér lifandi, munu verða
»hrifnir til skýja, til fundar við drott-
in í loftinu, og«, bætir postulinn við,
»munum vér síðan með drotni vera
alla tíma. Huggið hver annan með
þessum orðum. 1. Tess. 4, 17, —18.
Hinir frelsuðu mæta þannig drotni í
loftinu. Kristur stígur ekki fæti sínum
á jörðina, heldur lyftir hinum endur-
leystu upp til sín. Regar hann hefir
safnað þeim kring um sig frá austri,
vestri, norðri og suðri, ieiðir hann þá
með sér heim til »föðurhússins«, með
hinum »mörgu híbýlum,« til þess
staðar, sem hann hefir tilbúið þeim.
Hver getur iýst þessari samkomu
í skýjunum? Hver getur hugsað sér
fagnaðarsöng hinna mörgu millíóna
hins endurleysta skara. Engin tunga
fær útmálað það, sem þá fer fram, en
— — ó, hve dýrðlegt að verða með