Frækorn - 09.08.1907, Síða 12
248
FRÆKORN
Sómasamlegur klæðnaður.
Kristur áminti lærisveina sína, þeg-
ar hann talaði á fjallinu, um það, að
festa ekki hugann um of við jarðneska
hluti. Hann segir berlega: iÞérget-
ið ekki verið bæði þjónar guðs og
mammons. Eg segi yður því, verið
ekki hugsjúkir fyrir yðru lífi, hvað þér
skuluð eta og drekka, eða fyrir yðr-
um líkama, hverju þér skuluð klæð-
ast. Er ekki lífið meira vert en fæðan,
og líkaminn meir en klæðnaðurinn?
Hví eruð þér áhyggjufullir um klæðn-
aðinn? Skoðið akursins liljugrös,
hvorki vinna þau né spinna, en eg
segi yður, að Salomon í allri sinni
dýrð var ekki svo skrýddur, sem eitt
af þeim«.
Pessi orð eru mjög þýðingarmikil.
þau áttu við á Krists tíma, og þau
eiga einmg við á vorri tíð Jesús ber
saman hinn náttúrlegaeinfaldleik blóm-
anna við skrautið, sem oft er fest á
klæðnaðinn. Hann segir, að jafnvel
Salomon í dýrð sinni þyldt ekki sam-
jöt'nuð við hina náttúrlegu fegurð blóm-
anna. Hér er bending til allra, sem
vilja þekkja og gjöra guðs vilja. Jes-
ús hefir tekið eítir því, hve margir
láta sér vera umhugað um klæðnað-
inn, og hann hefir ámint, já skipað oss
að bera ekki áhyggju fyrir slíku. Pað
er áríðandi fyrir oss að hlýða orðum
hans. Hugur Salómons var of mjög
hrifinn af ytra skrauti. Hann gleymdi
að göfga sálu sína með stöðugu sam-
félagi við guð. Hann vanrækti að
þroska til fullkomnunar göfugan hugs-
unarhátt, meðan hann gjörði alt sitt
til að efla ytri fegurð og skraut. Hann
misti heiður og hreinskilni hjarta síns
um leið og hann með skrauti sínu
reyndi að ávinna sér heiður heimsins.
Hann varð loks einvaldsherra, sem
styrkti óhóf sitt með þungum álög-
um á þegna sína. Fyrst spiltist hjarta
hans, svo féll hann burtu frá guði og
varð loks skurðgoðadýrkari.
Vér hryggjumst af því, þegar vér
sjáum systur vorar sækjast eftir að
fylgja tizku heimsins, í stað þess að
klæða sig sómasamlegum búningi. A
þennan hátt skilja þær sig frá guði
og vanrækja hjartans innra skart. Pær
ættu ekki að eyða þeim tíma, sem
guð hefir gefið þeim til að útbúa ó-
þarft skraut á klæði sín. Hversu miklu
betra væii að þær notuðu tímann til
að rannsaka ritningarnar og þannig
afla sér þekkingar á spádómunum og
á kenningu Krists.
Sem kristnar manneskjur ættum vér
aldrei að taka oss fyrir hendur nokkra
vinnu, sem vér getum ekki beðið guð
um að blessa. Getur þú, systir mín,
með góðri samvizku setið við óþarfa
vinnu til að skreyta klæðnað þinn ?
Getur þú beðið guð að blessa til-
raunir þínar, þegar þú ert óróleg í
huga, út at slaufum og böndum, sem,
þú ætlar að prýða föt þín með ? Þann
tíma og það fé, sem þú eyðir á þenn-
an hátt, gætir þú notað til að gjöra
öðrum gott og til að þroska sálar-
gáfur þínar.
Margar af trúarsystrum vorum hafa
góða hæfilegleika, og ef þær notuðu
þá guði til dýrðar, gætu þær unnið
margar sálir fyrir Kristi. Munu þær
ekki bera ábyrgð á sálum þeim, sem
þær liefðu getað frelsað, ef óhóf þeirra
í klæðaburði og áhyggjur þessa heims
hafa slófgað hæfilegleika þá, sem guð
gaf þeim, svo þær fundu enga þrá
eftir frelsi sálna? Tízkan er meðal í
hendi sálaróvinarins til þess að snúa
huga manna að henni,ogþannigaftra
þeim frá að hugsa mikið um það, sem
er nauðsynlegra.