Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Side 14

Frækorn - 09.08.1907, Side 14
259 FRÆKORN 'ÍgFÍuli- og ^róðUikur. | Símskeyti frá Ritzaus Bureau. Kaupmannahöfn 30. júlí. Japanar hafa nú fengið liðauka og j hafa Kóreu á valdi sínu. Þýzkalandskeisari og Rússakeisari hafa mælt sér mót 4. ágúst úti fyrir j Svinemunde. Frá New York er símað um bruna gufuskipsins ,Frontinac‘. Mikil hræðsla j greip skipverj?. Við björgunartilraun- 1 ina druknuðu 8 Kínverjar og 2 börn. j Brunnið hefir sexlyft hús í New York og fórust 20 manns. Kosningar á Frakklandi hafa geng- ið ofurlítið frjálslyuda flokknum i vil. Tilraunir með stjórnþjál loftför hafa vel hepnast í París og Berlín. Kaupmannahöfn 1. ágúst kl. 6 sd. Stjórnin í Japan hefir úrskurðað, að rofinn skuli allijr her í Kóreu. Frá Marokko er að frétta miklar ó- eirðir. Par eiga að hafa verið myrt- ir í Casablanca 8 Norðurálfumenn. Frakkar hafa sent þangað 3 herskip. Dönsk blöð láta vel af skipan milli- landanefndarinnar (sem skipuð var 30. Júlí). Ýmsar fréttir. Konungskoman. Konungsskipin sáust hér úti í Faxa- flóanum 2Q. júlí. Konur.gur fór samt ekki í landi fyr en að morgni hins 30. Viðbúnaður mikill í landi og mikill hátíðabragur yfir fólkinu. Komudaginn kl. 2 e. h. var haldin fagnaðar-samkoma í alþingishúsinu; talaði ráðherra þar og bauð konung og ríkisþingmenn velkomna, en kon- ungur svaraði með einkar-hlýjum orðum. Kl. 6 síód. sama dag hófst miðdeg- veizla, sem ráðherra og alþingismenn höfðu boðið til. Sátu þessa veizlu auk konnngs og alþingismanna flestir heldri menn Reykjavíkur og fleiri að- komumenn. Margar ræður voru haldnar. Kon- ungsræða þá einkar merkileg fyrir þá sök, að hann fullvissaði menn um, að hann vildi láta íslendinga »fá alt það frelsi til að glæða það, sem þjóð- inni ér sérkennilegt, og hagnýta það, sem landið í sér geymir, er staðist getur með einingu ríkisins.« Miðvikudaginn 31. júlí lagði kon- ungur og föruneyti hans ásamt fjölda hérlendra manna af stað í ferðina aust- ur til Pingvalla, Cieysis, Gullfoss og Pjórsárbrúar. Veðrið yfirleitt gott í þeirri ferð. Konungi hefir fundist mikið til um fegurð landsins og unir hér hið bezta. Kom leiðangurinn htngað aftur á miðvikudaginn var. Konungur er hugljúfur maður, er sýnir kurteisi og iítillæti við alla, enda hefir hann hertekið allra hjörtu. Af kvæðum þeim, sem ort voru í tilefni konungskomunnar, birtast tvö í þessu tbl.: »Kvæðaflokkur« eftir Porst. Gíslason og »Að Lögbergi* eftir séra Matth. Jochumsson. O. Köhler, etazráð, einn af ferðamönnunum dönsku, ofkældist á Þingvöllum, fékk lungnabólgu og var fluttur hingað á spítala ; dó þar 7. þ. m. Frá Seyðisfirði er símað í síðastl. viku: Nú um tíma fyrirtaksgóð tíð. Grassprettu fer mjög fram. Bátfiski lítið. Fiskiveiða- gufuskipið Nóra kom inn með 300 tn. síldar eftir einnar nætur útivist.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.