Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 13

Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 13
FRÆKORN 401 F r ó tti r. Símskeyti frá R. B. K.höfn 12. des.: Útför óskars Svíakonungs. Konungshjónin (dönsku) fara 17. des. til að vera við útför Óskars konungs í Stokkhólmi, er fer fram 19. des. Bulgaría. Frá Sofíu (höfuðstað Búlgaríu) er sím- að, að foringjar byltingamanna þar, Sara- fow, hafi verið drepnir með skamm- byssuskotum af Makedóníumönnum. Kontingsförin til \slands. Kostnaður við konungsförina varð kr. 115,587 og við ríkisþingsmannaförina kr. 133,652, sem leitað er aukafjár- veitingar fyrir. Khöfn 17. des. kl. 4 sd. Vaxfahœkkun i Pjóðbankanum. Þjóðbankinn í Khöfn (Nationalbanken) hækkar á morgun peningaleigu frá 7 — 7Va af hundraði upp í 8~8i/2 af hndr. Púðurverksmiðja springur. Púðurverksmiðja nálægt Barnsley á Englandi sprakk, og varð það slys að bana 70 manns. jarðarför Svíakonungs. Konungshjónin lögð af stað í kvöld til að vera vlð konungsútförina í Stokk- hólmi (á fimtudaginn). ísland og dönsk gripasýning. íslandi er ætluð deild fyrir sig á land- sýningunni í Árósum 1909. Herskipafloti Bandamanna. Atlandshafsfloti Bandaríkjanna er far- inn vestur í Kyrrahaf. Ýmsar fréttir. Nýja gooðtemplarastúku stofnaði Sigurður Eiríksson reglu- boði á Vatnsleysuströnd 8. þ. m. aðallega með ungu fólki. Stofnend- ur 18. Stúkan heitir »Lögberg«. Æskilegt væri, að fólk alment þar í sveitinni vildi hlúa að þessum fé- lagsskap og auka félagatöluna. Ekki er vanþörf nú á tímum að vera starfandi, því að þjóðin þarf að skilja sein allra bezt bindindismálið, áður en atkvæðagreiðslan fer fram að komandi hausti. Regluboðarnir tveir láta fremur vel yfir því, að menn alment eru farnir sð skilja, hve mikla þýðingu aðflutningsbannlögin mundu hafa, og að heili og hamingja mundi af þeim leiða. í bæna- viltunni (5.-11. jan. 1908) verða samkomur í Betel á hverju kvöldi. Nánara í n. tbl. Tfu sönglög fyrir blandaðar raddir eftir Jönas Pálsson % ortopiano-og söngkennara í Winnipeg. 1. hefti. Verð 1 kr. Davld östlund, Reykjavík

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.