Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 5

Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 5
FRÆKORN 383 Bænavika Evangelisks Bandalags 1908. 5.-11. Janúar 1908. Vér flytjum nú þegar dagskrá bæna- vikunnar og vonum, að hluttakan nú verði meiri en fyrri. F*ar sem bæna-hald og samkomur hefir farið fram hér á landi á liðn- um árum samkvæmt fyrirsögn Banda- lagsins, hefir mikil blessun af því hlotist. Og eitt, sem ekki er hvað minst, hlýtur að leiða af hluttökunni í bæna- vikunni: Rað er viðurkenningin um, að allir sanntrúaðir menn eru eitt í Kristi, eru bræður, enda þótt nokkur meiningamunur geti verið um einhver atriði. Sú tilfinning þarf sannarlega að þroskast hér hjá oss. Evangeliska Bandalagið er félag af trúuðum mönnum í öllum löndum og af ýmsum kirkjudeildum. Hér á landi eru meðlimir: Hall- grímur biskup Sveinsson, S. A. Oísla- son, cand theol, Davíd Östlund trú- boði og Arthur Gook trúboði. Ritst. »Fræk.« 1. Allir kristilegir letðtogar og starfsmenn beðnir um sem fyrsi að gera ráðstafan- ir til þess, að guðs bðrn komi daglega saman til sameiginlegs bœnahalds i þess- ari viku, og ennfremur, að boðsbréfið verði útbreitt sem viðast. Mœist er bróðurlega til þess, að kennimenn prédiki út af þeim textum, sem stungið hefir verið upp á, og leiði athygli tilheyrenda sinna að bœna- vikunni. 2. Óskað er eftir, að stuttar skýrslur um samkomurnar og árangurinn af þeim verði sendur ritara Bandalagsins, til birtingar i „Evangelical Christendom". Áskrift til ritarqns er: General Seeretary of the Ev. Alliance, 7 Adam street, Sirand, London, England. Til allra þeirra, sem hvervetna ákalla nafn drottins vors Jesú Krists, vors og þeirra drottinn! Elskaðir bræður í Jesú Kristi. Áraskiftin eru ný köllun til vor um að biðja, og í viðurkenning um þetta sendir hið Evangelíska Bandalag út boð til yðar um að sameina yður við alla þá, »sem á sérhverjum stað ákalla nafn drottins vors Jesú Krists«, með því að helga viku þessa (5. —11. jan. 1908) til þess sérstaklega að leita drottins. Það er ekki hægt að gera of mikið úr nauðsyninni á því fyrir söfnuð Krists að hafa slíka sameiginlega bænatíð, því að alstaðar eru skýr merki þess, að ástandið er slíkt, að eina hjálpin er að menn öðlist meiri kraft heilags anda — en þessi gjöffæst einungismeð því að komast í nánari sameinigu við drottin vorn og frelsara Jesúm Krist. Hinn tiltölulega lítli árangur af kristilegri starfseini, hinar lágu kröf- ur, sem fólk gerir með tilliti til kristi- legs lífernis, og hin vaxandi lítils- virðing fyrir guðs orði, guðlegum uppruna og myndugleika þess, og fyrir degi drottins — alt þetta bend- ir Ijóslega á, að vér þurfum að sjá og reyna kraft heilags anda. Það er heilagur andi, og hann einn, sem get- ur helgað oss og veitt oss kraft í starfsemi vorri, og enginn nemahann getur blásið öllum trúuðum í brjóst þá hjartans einingu og þann sam- vinnuanda, sem er hinn ótvíræðasti vitnisburður um drottin gagnvart heiminum, sem lítur til hinna trúuðu.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.