Frækorn - 30.10.1908, Page 6
198
auga til kristinnar trúar, verði
bæði að gefa gaum að tilfinn-
ingum sínum og eigin hag.
Eg svaraði bréfi móður minn-
ar fáum dögum seinna, og mér
hefir verið sagt, þótt hún aldrei
skrifaði mer seinna, að síðasta
orðið, seni hún sagði, þegar líf
hennar var á förum, hafi verið
nafn mitt, »Max«.
Enn er eftir að segja frá end-
irnum á sögu Karls Koulssonar.
Hér um bil 18 mánuðum eftir
að eg snerist, var eg eitt kvöld á
bænasamkomu í borginni Brook-
lyn. Það var ein af þessum
samkomum, þar sem kristnir
menn bera fram vitnisburð um
ástarvinsemd frelsara síns. Þeg-
ar allmargir þeirra höfðu tekið
til máls, stóð upp öldruð kona
og sagði: »Kæru vinir, það get-
ur verið, að þetta sé í síðasta
sinni, sem mér auðnast að bera
vitnisburð fyrir Krist. Húslækn-
irinn minn sagði mér í gær, að
hægra lungað mitt væri nærri
farið, og að vinstra lungað væri
mjög skemt, svo að þó eg geri
ráð fyrir því bezta, þá á eg eft-
ir að vera með ykkur aðeins
skamman tíma, en það, sem eft-
ir er, heyrir Jesú til. O, það er
mér mikil gleði að vita, að eg á
að hitta drenginn minn hjá Jesú
á himnum. Sonur minn var ekki
einungis hermaður lands síns,
heldur einnig hermaður Krists.
Hann særðist í orustunni við
Gettisburg, komst í hendurnar
á læknir, sem var Gyðingur og
tók hann at' honum hönd ogfót,
en hann dó 5 dögum síðar.
Liðssveitarpresturinn skrifaði mér
bréf Og sendi mér biblíu drengs-
ins míns. I bréfi þessu stóð,
að Karl minn hefði á dánarstund-
FRÆKORN
inni sent eftir Gyðingalækninum
og sagt við hann: »Læknir,
mig langar að segja yður, áður
en eg dey, að fyrir 5 dögum,
þegar þér voruð að taka af
mér handlegginn og fótinn, bað
eg drottinn Jesúm fyrst að snúa
sál yðar.»
Regar eg heyrði vitnisburð
konu þessarar, gat eg ekki setið
kyr lengur. Eg fór úr sæti mínu,
gekk til hennar, tók í hönd henn-
ar og sagði: »Guðblessi yður,
kæra systir; bæn drengsins yðar
hefir verið svarað. Eg er Gyð-
ingalæknirinn, sem Karl yðar bað
fyrir, og frelsari hans er nú frels-
ari minn.<
Eg minnist hér með mikilli
gleði og hjartans þakklæti þess,
að sonur minn snerist.
Eg trúi því fastlega, að hinn
kæri frelsari hafi gert hjarta hans
órótt um hríð áður en við hitt-
umst í júlí 1887. í fyrsta sinn
í 14 ár kallaði hann mig föður.
Hann grét sárt, þegar við hitt-
umst, og það var að sjá, sem
sál hans þráði að hitta sýstur
sína aftur.
Hjarta mitt barðist af gleði,
þegar eg heyrði þetta, því eg
vissi, að hann mundi vera í góð
um höndum, er hann væri hjá
systur sinni (er var í Ameríku
og innilega kristin kona). Hann
lagði á stað til Ameríku og hitti
þar systur sína mánudagskvöld-
ið 15. ágúst.
Næsta föstudagskvöld bað
hann systur sína að fylgja sér
til grafar móður þeirra.
Föstudaginn 29. ágúst fór
hann aftur til grafarinnar, en þá
einn, og meðan hann var þar,
fyrirgaf guð af náð sinni, fyrir
Krists sakir honum syndir sín-
ar og sneri sál hans. Hann hélt
aftur heimleiðis, sagði systur
sinni hinar góðu fréttir, og skrif-
aði mér svo sama kvöld.
Og nú að endingu vil eg inni-
lega biðja þess, að guð láti mér
endast líf, svo ég megi heyra
son minn prédika fagnaðarboð-
skap þess kæra frelsara, sem
hann hafði hafnað svo lengi.
Af því eg hefi oft verið spurð-
ur að, hvort öll atriði í þessari
sögu væru nákvæmlega sönn,
þá nota eg þetta tækifæri til þess
að lýsa þvi yfir, að allir atburð-
ir hafa gerst nákvæmlega eins
og sagt er frá.
M. L. R.
Terðamolar.
Þetta sumar hef eg ferðast um
mikinn hluta Borgarfjarðar, Mýrar
og Dalasýslu.
Er landslagið í sýslum þessum
víða fallegt og sumstaðar mjög ein-
kennilegt. Virðist eitt og aunað
benda á, að sjórinn hafi gengið
miklu hærra í fyrri daga en nú.
Um þetta bera þær einkennilegu
fjallamyndanir, hryggir og brattir
hamrar vott, sem cru víða neðan-
til um alt svæðið á milli Ákranes
og Borgarnes og um alt láglendið
fyrir ofati. Hve langt þeir ganga
í sjó fram, læt eg ósagt; en svo
Iangt, sem augað eygir, þegar fjara
er, þá hefir sjávarbotninn sama út-
iit og landið: sífeldir hryggir og
hamrar.
Máske hefir brimið rnolað klett-
ana í sundur, en straumarnir borið
í burtu smágrýtið. Skeljar, er víða
hafa fundist alveg upp við fjalla-
rætur, bera einnig vott um þetta